19.10.2007 | 23:21
Lögregludagbók
Lögregludagbókin Lögreglan á Sauðárkróki. Laugardagurinn 5 maí. Allt með kyrrum kjörum. Útkall barst á 5 tíma, heldri kona átti í erfiðleikum með að hengja út þvott. Bíll 23 sinnti útkallinu. 17:55 – Síminn hringdi, móður karlmaður á fimmtugsaldri kvaðst hafa séð draug, fékk áfallhjálp í gegnum síma og telst málinu lokið. 20:00 – Bíll 13 stöðvaði umferð til að hleypa önd með 5 unga yfir fjölfarnasta veg bæjarinn, andamömmu og ungum heilsast vel. Tíðindalaust til klukkan 23:00 – Kona á þrítugsaldri hringir og segir son þjást af tölvusíki, neitaði að hlýða og slær til sín er hún reynir að tjónka við honum. Bíll 13 fór á vetfangi og róaði piltinn niður með kandísmola.
Flokkur: Lögregludagbók | Breytt 25.10.2007 kl. 12:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.