18.10.2007 | 13:08
44.Þáttur
Ertu að míga Stefán?!? spurði Ragnheiður á miðri leið inn í herbergið. Stefán þóttist ekki heyra og Ragnheiður spurði aftur. Skömmustulegur svaraði hann játandi og sagðist bara ekki hafa getið haldið því í sér.
Ragnheiður var treg til að fara inn og lét svo slag stand og hélt áfram. Hún fór heldur geist og datt niður á gólfið hinum megin. Viðbjóðslegt brak heyrðist og hélt Ragnheiður að eitthvað hefði gefið sig í bakinu en komst svo að því að hún hefði kramið rottu og sent hana til himna. Tilhugsunin að hafa líkamsleifar af rottu á bakinu voru ekki að falla í kramið hjá henni og kúgaðist hún í smástund.
Hún leit í kringum sig með nætursjónaukanum og fann loks rofa til að kveikja ljós. Hún gekk að honum og þrýsti með þumli á takkann. Ekkert gerðist og hún reyndi aftur. Skammhlaup varð í takkanum og fékk hún vægan straum. Stefán heyrði og sá blossann og spurði hvort það væri ekki í lagi. Allt í djollígóðum fíling fávitinn þinn!?!? sagði Ragnheiður og saug puttann og spurði Stefán hvað tæki næst við.
Stefán rýndi í kortið og sagði að þarna inni ætti hún að sjá annan hlera hægra megin við innganginn. Það tók Ragnheiði dálítinn tíma að finna hlerann. Verlega opnaði hún og fann kalda golu koma á móti sér hún greindi líka stiga. Stefán, það er annar stigi sem liggur niður, þangað þori ég ekki,þú verður að koma með mér. Í sæluvímu eftir ,,afvötnunina,, gerði Stefán atlögu að koma sér í gegnum litlu hurðina og náði að troða sér inn. Ólík konu sinni slapp hann við að lenda á bakinu. Hjónin stóðu nú hlið við hlið. Ragnheiður horfði á Stefán og virti hann fyrir sér þar sem hann var að kanna aðstæður, hún var til í tuskið. Hætti svo að hugsa um það.
Hjónin hentu steinvölu niður gatið til að áætla hve langt væri niður. Komust að því að þetta væri sirka 6 metrar niður. Þau héldu af stað, Stefán á undan. Stiginn var hrörlegur en bar þó samanlagða líkamsþyngd þeirra hjóna. Þegar niður var komið tóku við göng sem ekki voru manngeng og urðu hjónin því að skríða áfram Rangheiði ekki til yndisauka og ánægju. Eftir smá spöl sá Stefán glytta í kassann. Við það varð hann svo æstur að hann rak höfuðið upp en harkaði þetta af sér.
Það rann upp fyrir Ragnheiði að þau þyrftu að bakka út til að komast til baka. Tilhugsunin hræddi hana og hún byrjaði að smokra sér til baka. Kassinn reyndist var mjög þungur og reyndi Stefán mikið á sig þegar hann dró flykkið út. Átökin voru það mikil að leysti vind reglulega. Þar sem Ragnheiður var illa staðsett fékk hún að súpa seiði af viðrekstrum. Loks náðu þau að drösla kassanum upp á gang og ætluðu að halda af stað út úr húsinu. Stefán tók upp símann og hringdi í Bernódus til að tilkynna og gefa skýrslu. Bernódus svaraði móður og sagði að nú þyrftu þau að hafa hraðar hendur því búið væri að hringja í lögregluna sem nálgaðist Alþingishúsið hratt.
Munu Hjónin ná að sleppa undan klóm laganna varða? Munu þau opna kassann?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.