17.10.2007 | 00:28
Fundurinn
Uppi á háalofti var kassi. Þetta var stór og mikill trékassi sem Silvía litla vissi að væri til. Alla tíð hafði henni verið bannað að fara upp á háaloft því þar leyndust hættur og kassinn væri stórvarasamur.
Fjölskylda Silvíu bjó í herragarði rétt fyrir utan Lundúnir. Þau höfðu fengið hann í arf frá frænku þeirra Betty Brown sem alla tíð hafði verið sérvitur. Gekk sú saga um hverfið að hún hefði verið göldrótt og hafði sankað að sér froskum, átti víst alveg nokkra tugi sem hún geymdi í risavöxnum kjallara herragarðsins.
Eftir að hún fell frá var öllum froskunum fargað, nema einum, Silvía fékk að eiga hann. Froskurinn var eini vinur hennar og það besta sem hann fékk að borða voru pönnukökur og rúsínur.
Þar sem herragarðurinn var úr alfaraleið var Silvía oft ein, því ekki átti hún systkini til að leika sér við. Froskurinn, sem hún nefndi Tryggvi, var hennar eini félagsskapur, fyrir utan barnfóstruna sem henni líka illa við vegna þess hve ströng hún var.
Í garðinum, sem var risa stór, var mikið völundarhús. Þar lék Silvía sér oft og gat ratað um það allt. En einn daginn þegar hún var að leik sá hún svolítið sem hún hafði ekki tekið eftir áður. Undir einum trjárvegg sá hún glytta í hlera. Hún leit í kringum sig og setti Tryggva í vasann á kápunni sinni.
Lítill spotti var bundinn við hanka sem Silvía togaði í. Viti menn,helrinn opnaðist. Gamall tréstigi lá niður á botninn. Silvía þorði ekki að fara niður og lokaði hleranum. Forvitnin var hins vegar svo mikil að hún ákvað að fara næsta dag þarna niður og skoða. Henni gekk erfiðlega að festa svefn.
Eld snemma vaknaði hún spennti og dreif sig út í garð. Tryggvi fékk að vera heima í þetta skiptið. Silvía mundi nákvæmlega hvar hún hafði fundið hleran deginum áður og gekk beint að honum. Hjartað hamaðist í brjósti hennar og hún opnaði og fór niður.
Til allrar hamingju tók hún með sér vasaljós og eina upprúllaða pönnuköku í nesti því hún sá að það var dimmt þarna og langur gangur framundan. Lyktin á ganginum minnti hana á hlauplykt. Hún fann að hún steig í bleytu og lísti niður á gólfið. Sá hún ekki betur en hún stæði í sólberjasafapolli. Sá safi var hennar uppáhalds og hún fór að öðrum polli og fékk sér sopa. Hún hugsaði til Tryggva sem var heima, hann hefði örugglega vilja fá að smakka líka.
Hún hélt áfram ganginum og gekk fram hjá mörgum súlum sem virtustu vera sleikjóar.Eftir langan gang sá hún stiga sem lá upp á við. Hún byrjaði að klifra og klifra og klifra. Hún var orðin mjög þreytt en sá svo ljóstýru við endan sem herti hana upp. Spennar var mikil í þann mund sem hún opnaði hlerann. Silvía stakk höfðinu upp um gatið og kannaðist ekki við sig. Ekki strax allavega. Hún stóð upp og sá að hún var í húsi. Gekk að glugga sem hún sá og leit út. Við henni blasti völundarhúsið hennar.
Silvía var komin upp á háaloft. Staðinn sem hún mátti alls ekki fara á. Hún varð pínu skelkuð en leit í kringum sig og sá fullt af dóti, þar á meðal mikið af videospólum og dúkkum sem hún var hætt að nota. Svo sá hún svolítið sem fékk hjartað til að slá hraðar. Það var kassinn! Silvía gekk hægt að honum og sá að hann var ólælstur.
Varlega lyfti hún upp lokinu og leit ofan í kassann. Vonbrigðin voru mikil þegar hún opnaði og sá hvða var í kassanum. Í var bara einhver tebolli. Hvað átti hún að gera við tebolla. Hún virti hann fyrir sér í smástund og sá þá allt í einu að í botni bollans byrtist mynd af frænku sinni sem var látin. Betty sagði að þessi bolli byggi yfir gríðarlegum mætti og hann yrði að fara vel með.
Silvía lofaði því að gæta hanns vel og setti hann í boka sem hún hafi meðferðis. Hún fór svo sömu leið til baka og upp stigan í völundarhúsinu. Á leiðinni heim flýtti hún sér svo mikið að bollinn datt úr pokanum hennar án þess að hún tæki eftir því. Þegar hún kom upp í herbergið sitt fór hún strax að gramsa í pokanum og fann hvergi bollann. Fór út að leita en fann hann ekki, alls ekki.
Árin liðu og hún óx úr grasi og eignaðist dóttur sem hún skírði í höfuðið á móður sinni. Einn dag voru þær mæðgur að leik í völundarhúsinu þegar Brynja kallar á mömmu sína og segir henni að koma því hún hafði fundið svolítið. Silvía gekk að henni og sá á hverju dóttir sín héldi, það var bollinn. Silvía sagði að þenna bolla skyldi hún geyma og gefa henni þegar hún yrði stór.
Athugasemdir
hvað gerði tebollinn maður? Aumingja Tryggvi að missa af sólberjasafapollinum og sleikjó súlunum
Guðríður Pétursdóttir, 17.10.2007 kl. 00:33
Hann hefði haft gaman af fara með.....hvað varðar tebollan að þá máttu ráða hvað hann gerir ;o) Það er svo margt hægt að gera með tebolla sem býr yfir miklum mætti.
Vignir, 17.10.2007 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.