16.10.2007 | 20:02
Sagan af Gerði, seinni hluti
Sagan af Gerði Seinni hluti
Nei, ert þetta þú Vignir? Spurði Gerður og ég sá sultardropa á nefbroddi hennar. Hún lyktaði af skreið og lýsi. Gerður fór að spurja hvað væri að frétta af mér. Nú ég byrjaði að segja henni það en sá að Gerður hafði takmarkaðan áhuga á því sem ég var að segja.
Loks sagði hún, var búinn að segja þér djöfuls söguna af því þegar andskotaðist í helvítis grenið hanns frænda þíns? Hvumsa svaraði ég neitandi og beið eftir þessari sögu. Gerður þagði í smá stund og sagði loks að hún þyrfti að haska sér vegna þess að helvístis skíthoppararnir gætu ekki hugsað um sig sjálfur og vinnumannsræfillinn væri vita vonlaus karl rola sem helst ætti að skera undan. Að því sögðu fór hún sína leið. En áfram með frásögnina.
Líf hennar var tíðindalaust næstu 5 árin eða þangað til hún var 26 vetra. Það var eitt kvöld er hún var á leið í bæinn frá fjósinu er hún sá sauðdrukkinn mann liggjandi á bæjarhlaðinu. Hún rigsaði til hans stórum skrefum og þreyf í hnakkadrambið á honum. Þeim drukkna varð svo kvekt við að hann löðrungaði Gerði. Hann hefði betur sleppt því vegna þess að það æsti frúna sem launaði með bilmingshöggi í gagnaugað. Maðurinn stóð ekki upp aftur og hvar á fund feðra sinna. Gerður vissi ekki hvað hún ætti að gera og bölvaði sér í sand og ösku yfir gjörðum sínum.
Fyrir vikið hlaut hún þungan dóm. Henni ver gert að taka upp kartöflur með höndunum af 4 hektara karöflugarði. Lauk hún því verki er hún var að nálgast 28 vetur. Við þessa iðju fór heilsunni að hraka og smám saman fór hún að verða ómannblendin og hélt sig að mestu innan dyra.
30 vetra var hún búin að ná sér eftir dóminn og fór í Viking. Á þessum tíma þótti það frásinna fyrir unga konu að fara í slíka svaðilför. En hún lét allar mótbárur lönd og leið og fór kokhraust um borð í Sigurð ÁR. Það myndarlegur bátur með mastri og stóru segli. Varð hún skipuð kokkur um borð. Sjálf kunni hún varla að sjóða vatn en náði að skella einhverju saman sem sjómennirnir þvinguðu ofan í sig.
Stefnan var tekin til Noregs. Við fyrstu höfn var Gerður látin flakka og vinsamlegast beðin um að láta ekki sjá sig um borð í þessu skipi. Fékk hún að launum fyrir eldamennskuna hálfa flösku af rommi, sem hún slátraði fljótt og vel enda iðin við drykkju. Fljótlega áttaði hún sig á því að fólkið í Noregi talaði ekki íslensku. Fannst það með eindæmum skrítið og lennti oftar en ekki í stimpingum við norsaranna, sem endaði með nóttu í steininum.
Það leið ekki langur tími uns hún fékk nýtt viðurnefni Frenjan frá Íslandi eða hexen fra Island. Sjálf skyldi hún það aldrei og gafst á endanum upp á vistinni í Noregi. Gerður fékk að fljóta með íslendini sem var staddur í Noregi og var að fara til Íslands. Hafði sá maður heyrt af Gerði og var því tregur að hleypa henni með. Ferð gekk brösulega og lenntu þau margsinni í vondum sjó.
33 vetra var Gerður stödd í samkomuhúsinu Árnesi. Þar var haldið heljarinn mikill dansleikur og var fólkið í sveitinni prúðbúið og með það hugarfar að skemmta sér. Gerður hafði drukkið mikið þetta kvöld og kom rallfull á dansleikinn með dólgslátum miklum. Konurnar í sveitinni stungu saman nefjum og litu á hana til skiptis. Gerðu sá hvað um var að vera og sagði hátt og snjallt svo glumdi í salnum
Andskotans ekkisens snakk er þetta á ykkur kartnaglakuntur! Má maður ekki skrattast hérna í friði?!?
Það sló þögn yfir salinn og konurnar urðu stjarfar þegar Gerður kom að borðinu þeirra með brjálæðisglampa í augunum. Ein við borðið brast í grát og við það hló Gerður hrossahlátri. Hún safnaði vænum hráka í munni sínum og lét hann vaða beint á borðið. Varla þarf að taka það fram en henni far í kjölfarið hennt út úr samkomuhúsinu og bannað að koma þangað aftur. Þá fannst Gerði sér hafa brunnið allar brýr að baki sér en ákvað að láta þetta ekki á sig fá og dröslaði sér heim.
Til að gera langa sögu stutta eyddi hún næstu árum í einsemd á bænum Efri Hraunsósi þar sem hún var með nokkrar skjátur og eina kú, sem lítil nyt var í og var þung á fóðri.
Nú líkur frásögninni um hana Gerði.
Athugasemdir
...... á hverju ertu drengur.. fortíðarfetamíni
Guðríður Pétursdóttir, 16.10.2007 kl. 23:12
stundum vellur bara upp úr manni bull og vitleysa ;o)
Vignir, 16.10.2007 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.