16.10.2007 | 09:49
Browny
Það var góður dagur, veðrið var gott og fuglarnir sungu. Fékk löngun í eitthvað gott og lá leið mín þá í Nóatún. Var ekkert mjög svangur og fékk mér eina kókómjólk og eina browny. Ég fann þetta til í búðinni og gekk svo með varninginn að kassanum. Þar sat ungur strákur. Það voru tveir á undan mér og nokkrir á eftir mér.
Strákurinn renndi kókómjólkinni í gegn og tók svo litlu kökuna næst. Á umbúðunum voru a.m.k 10 strikamerki. Drengurinn skannaði hver eitt og einasta strikamerki inn og sum þrisvar sinnum. Glaður sagði hann mér upphæðina og mér brá ,,1282,, Ég leit á hann og hélt að þetta væri eitthvað grín, passaði mig að halda kúlinu, þetta gæti jú hafa verið falin myndavél...En eftir smá stund áttaði ég mig á því að þetta var ekki falin myndavél og að drengfávitinn væri ekki að grínast.
Í fyrsta skipti á ævi minni varð ég pirraður út í kassastarfsmann og bað hann um að segja mér upphæðina aftur ,,1282,, Ertu að segja mér að þessi litla kaka kosti helvítis 12000 kall?!? Starfsmaðurinn horfði á mig eins og ég væri eins og einhver fáviti. ,,þú hlýtur að sjá það sjálfur að þessi kaka getur ekki kostað svona mikið?!? Starfsmaðurinn leit aftur á kassann sinn og sagði ,,jú, sjáðu. Ég sagist ekki þurfa að sjá neitt, baðst afsökunar á því hve pirraður ég var, því augljóslega var þessi strákur ekki eins og fólk er flest. Ég skyldi eftir kókómjólkina og fór út pirraður.
Svo vaknaði ég..........
Athugasemdir
hahahahhahahah ææ ekki gott
Guðríður Pétursdóttir, 16.10.2007 kl. 23:09
Þessi draumur var svo fáránlegur að það háfla væri nóg.......
Vignir, 17.10.2007 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.