8.10.2007 | 16:20
Árnað Heilla
Er eitt að því mörgu sem ég les í mogganum. Þar, eins og allir vita, eru afmælisbörnin. Yfirleitt auglýsa þau einhvers konar fagnað í tilefni tímanótanna og bjóða ættingjum og vinum að þiggja léttar veitingar. Áberandi er, ef afmælisbarnið er yfir 70, að það afþakki allar gjafir. Einstaka sinnum biðja þau frekar að peningurinn sem hefði annars verið eitt í gjöf sé notaður í gott málefni.
Nú, enn aðrir er einfaldlega að heiman á þessu merku tímamótum. Vil ég meina að það sé yfirleitt þannig. Sumir taka sér gott frí og bregða sér í sólina og er þá Kanarí vinsæll áningarstaður, sérstaklega fyrir eldra fólkið.
Annars mundi ég ekki kæra mig um að sjá mynd af mér og afmælistilkinningu í mogganum...
Athugasemdir
já svona er þetta þegar maður er orðin gamall og lúinn, þá hugsar maður það tekur því ekki að fara að gefa mér neitt, ég verð dauð/ur hvort sem er eftir fáein ár, jafnvel á morgun
Ég ætla sko að þiggja allar gjafir þegar ég verð 70-80 eða svoleiðis, alveg eins og amma sem fékk fullt af skemmtilegum hlutum í 80 ára afmælisgjöf!!
Guðríður Pétursdóttir, 8.10.2007 kl. 18:31
það segi ég með þér, þiggja bara gjafirnar. Maður bjargar ekki heiminum með að þiggja þær ekki......
Vignir, 8.10.2007 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.