Big


já.........Big. Horfði á ansi skemmtilega mynd í kvöld með Guffa og Röggu sem heitir Big. Hún fjallar um strák sem óskar þess heitast að verða fullorðinn. Eitt kvöld fer hann í tívolí með foreldrum sínum. Þar er margt um maninninn og sér hann svo stelpu sem hann er hrifinn af. Strákurinn segist vilja fara einn í tæki og segist ætla að hitta foreldra sínum á ákveðnum stað.
Strákurinn fer svo í röðina og endar við hliðina á stelpunni. Loks kemur svo að þeim en þar sem hann er ekki hár í loftinu kemst hann ekki í tækið- og er mjög svektur. Hann ráfar um svæðið og sér svo spilakassa sem svolítð út úr. Þetta var tæki þar sem maður gat óskað sér hvers sem er ,,I wish i was big,, segir hann og fær svo miða úr tækinu sem segir að óskin muni uppfyllast. Daginn eftir vaknar hann sem fullorðinn maður. Þá fer af stað atburðarrás sem er ansi hreint skemmtileg, þar sem hann er 13 ára strákur í huganum en 30 karlmaður í útliti.

Ég mundi segja að boðskapurinn í þessari mynd er sá að maður þarf ekki alltaf að vera alvarlegur með allar heimsins áhyggjur á herðum sér, það er allt í lagi að hleypa barninu út í sjálfum sér og oft er það sá tími sem að maður skemmtir sér best.

Þetta er mynd sem ég mæli hiklaust með fyrir alla fjölskylduna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já og hún verður 20 ára á næsta ári. Mætti segja að hún sé klassísk :P

Þórdís Björg (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 09:35

2 Smámynd: Vignir

Alger klassík

Vignir, 8.10.2007 kl. 15:28

3 identicon

Long time no see! En nú get ég fylgst með því sem þú ert að gera - og pæla ;-)

Hvað er títt?

Vigdís (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 22:49

4 Smámynd: Vignir

Bara það allt það venjulega........er enn að vinna í bænum, er að fara að flytja aftur á stokkseyri ;o) En hvað er að frétta af þér?

Vignir, 9.10.2007 kl. 08:05

5 identicon

Gleymdi að segja, þetta er ein af mínum uppáhalds myndum.

Það er kúl að flytja aftur í átthagana. Ég er ekki orðin svo fullorðin ennþá. Ég er í skóla í Rvk, komin með verkefni í Ólafsvík og skýst heim á Eyrarbakka þess á milli.

Vigdís (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband