,,Dashboard,, eater

Þetta víst það nýjasta hjá bolluþjóðinni í BNA. Fólk sem er mikið á ferðinni þarf stundum/oft að borða í bílnum. Eina borðið sem hægt er að leggja frá sér matvæli er mælaborð bílsins. Þetta þykir ekkert tiltökumál hjá þeim en mér finnst þetta nú svolítið sérstakt. Fólkið er kannski að keyra á hraðbraut og er að éta sveittan hamborgara frá sér á mælaborðið.

Ég hef staðið sjálfan mig margoft að þessari iðju, oftast er bíllinn þá á plani, kyrrstæðu. Hins vegar fór ég alla leið og át undir stýri á meðan ég var að keyra, sökum þess hve seinn ég var í vinnuna - Heimskulegt, ég veit.

Spurning hvort þetta sé algengt hjá Íslendingum, að gúffa í sig mat undir stýri á með akstri stendur?

eatingInCar2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

stýri er með yfsilon

en annars veit ég ekki, ég borða oft þegar ég er í bíl, en ég keyri líka aldrei

Guðríður Pétursdóttir, 3.10.2007 kl. 21:37

2 Smámynd: Vignir

Búinn að laga litlu villurnar, stafsetning er ekki mín sterkasta hlið

Vignir, 3.10.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

það er nú kannski meira í kyrrstæðum bíl heldur en að ég sé að keyra akkúrat á meðan. En það kemur nú fyrir.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.10.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband