24.9.2007 | 21:10
40.Þáttur
Við höldum áfram þar sem frá var horfið..
Eruð þið annars ekki bara hress? Spurði Bernódus og glotti við tönn. Hann bætti því við að það væri Beluga og Bollinger á leiðinni upp í herbergi til þeirra. Ragnheiður hugsaði með sér hvað hún væri komin með nóg af kampavíni og kavíar en hún þakkaði samt fyrir sig áður er hún stóð upp og dró Stefán með sér á bindinu.
Stefán tók íþróttatöskuna og fann að hún var mjög þung. ,,Förum stigann upp múffan mín,, sagði Ragnheiður og blikkaði vinstra auganu. Stefán dæsti en ákvað að fylgja konu sinni upp. Nokkrum hæðum síðar komust þau upp og Stefán var aðframkominn af þreytu og alls ekki til í tuskið við frú sína.
,,Þú ert nú meiri djöfulsins ræfillinn!,, sagði hún pirruð Þetta getur nú varla verið svo þungt. Hún beygði sig niður eftir töskunni og lyfti upp. Stefán sá æð í enni hennar tútna út kinnarnar roðna. Ragnheiður þrjóskaðist og lyfti upp. Önnur haldan rifnaði af og taskan datt í gólfið og opnaðist.
Af-söguð haglabyssa valt úr töskunni og föl blár þvengur, sem var fastur í gikknum. Stefán gat ekki annað en hlegið því hann vissi að þetta var hluti af dressi frúarinnar. Ragnheiður tók upp þvenginn og gat ekki annað en hlegið. Hjónin grömsuðu í töskunni og fundu restina af dressinu hennar. Það samanstóð af téðum þveng, níðþröngum spandex samfestingi og gúmmískór.
Ragnheiður tók upp skónna og sagði ,,þessir hljóta þá að vera fyrir þig!,, og skellti uppúr því hún veiddi upp úr töskunni gamla hvíta táfíluklossa sem höfuð verið mikið notaðir. Stefán fann svo restina af sínu dressi. Það var kraft kuldagalli.
Hjónin drösluðu töskunni inn og földu hana undir rúminu. Það voru 9 tímar í brottför. Þau höfðu ekki hugmynd um hvað þau ættu að gera við allan þenna tíma. Ragnheiður stakk upp á því að þau færu niður að spila kana við heldra fólkið á hótelinu. Stefán samþykkti það og fóru þau niður. Gamla fólkið hafði safnast saman í samkomusal hótelsins. Þetta voru mest eldri konur í orlofsferð. Þær hlógu mikið og spiluðu. Hjónin voru ekki lengi að finna sér borð til að spila við.
Við þetta borð sátu tvær konur ættaðar frá Bárðarbungu í Önundarfirði. Þær samkjöftuðu ekki og dásömuðu höfuðborgina og sáu eftir öllum árunum sínum sem þau eyddu í sveitinni. Þær gömlu voru ansi kræfar í drykkju og var Gammel dansk drukkinn stíft. Eftir nokkur spil voru þær orðna mökk fullar og farnar að reyna við Stefán, var við það löðrunga þær.
Ragnheiður sá í hvað stefndi, þakkaði fyrir spilið og dró Stefán frá borðinu- hlæjandi. Tíminn leið og hjónin gerðu sig reddí fyrir mikla ránið. Klukkan var 3 og þau fóru niður og út. Dyravörðurinn rétti þeim umslag. Á því stóð ,,Afhendist furðufuglunum,, Ragnheiður hrifsaði umslagið og opnaði. Hún las bréfið í hljóði og sagði loks að þau þyrftu að taka leigubíl og fara á Lækjartorg.
Þetta kvöld var fátt um fína drætti en á endaum fengu þau leigubíl sem flutti þau á staðinn. Veðrið var ekki það besta og var því fátt um manninn á torginu. Leigubílinn fór og þau svipuðust um eftir einhverjum. Þau sáu engan og ákváðu því að rölta af stað áleiðis að alþingishúsinu. Eftir smá labb heyrðu þau fótartak fyrir aftan sig. Þau snéru sér við og sáu frakkaklæddan mann. Hann gekk að þeim og dró annað umslag úr vasa sínum. Maðurinn sagði ekki orð og hélt áfram að ganga eftir að hafa rétt þeim umslagið.
Mun allt fara eins og best er á kosið? Mun Stefán misstíga sig á klossunum? Er Ragnheiður að fíla þvenginn?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.