Týndir í tungumálinu

Eins og allir vita er fjöldi útlendinga á Íslandi. Flestir koma þeir frá Póllandi, Litháen, Tælandi og úkraínu. Margt af þessu fólki kemur til að vinna og börnin koma með og fara í skóla. Í lang flestum fjölskyldum eru það börnin sem eru fljótust að læra tungumálið og verða þá um leið settir í hlutverk túlksins. Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að þegar fjölskylda kemur til mín til að panta sér þjónustu er það oftast barnið sem sér um samskiptin. Þessi börn eru allt niður í leyfi ég mér að segja 6 ára og upp úr.

Hef stundum verið að velta því fyrir mér hvort þessu litlu börn nái að koma því sem ég er að segja þeim rétt til foreldra sinna....En það er ekki mitt mál að hafa áhyggjur af....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband