12.9.2007 | 22:04
Ekki snappa
Mikið er ég feginn að vera ekki öryrki! Á Íslandi er mikið af fólki sem er dæmt öryrkjar af misjöfnum ástæðum. Sumir hafa lent í alvarlegum slysum, aðrir vegna andlegrar heilsu. Ég held, og skammast mín ekkert fyrir að segja þetta, að margir séu bara að lifa á kerfinu. Þá spyrja örugglega margir hvort það sé eitthvað skemmtilegt að hanga heima allan daginn og lifa á sára litlum bótum til að framfleyta sér. Nei, það er örugglega hundleiðinlegt að hanga heima alla daga og hafa varla efni á að gera sér dagamun og leyfa börnunum sínum að stunda félagslíf og íþróttir.
Mér finnst það samt frábært að fólk sem eru öryrkjar og fara á vinnumarkaðinn til að bæta lífsviðurværi sitt, þó svo að vinnan sé ekki 100% er það samt að reyna. En þá kemur ríkið og tekur það sem þau vinna sér inn í skatt. Ekki beint hvetjandi fyrir að sína smá sjálfsbjargarviðleitni.
Það koma stundum tímar sem mér finnast öryrkjar vera alltaf að vorkenna sér, veifandi skírteinum sem gefa það í skyn að þeir séu öryrkjar. Það pirrar mig pínu, á maður að tala eitthvað öðruvísi við þá, eða eiga þeir að fá miklu betri þjónustu heldur en jón og Gunna ?.........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.