10.9.2007 | 22:15
Smá játning á mánudagskvöldi
............Reyndi að bæla þessa minningu niður en sé mig knúinn til þess að deila henni með ykkur kæru bloggarar. Sko....ætli það séu ekki svona 3 ár síðan. Ég í var enn í FSu og var í eyðu. Ég ákvað að bregða mér heim, enda bý rétt hjá skólanum. Alla vega....ég er einn af þeim sem mæta alltaf í tíma og hef ekki samvisku í að skrópa. Þegar ég kom heim þurfti ég að fara á klósettið, ekkert merkilegt með það....Hurðin á baðherberginu er ekki með lykil heldur snýr maður lás til að loka. Á undraverðan hátt náði lásinn að festast þannig að ég gat ekki með nokkru móti opnað bannsetta hurðina. Bíðiði.......þetta er ekki búið! Í á litlu baðherbergi þurfti ég að dúsa í góða 4 tíma! eða þangað til mamma kom heim úr vinnunni! Og annað...........ég missti af tveimur tímum í skólanum! vegna klósett hangs!
Þar hafiði það....nú hef ég ekkert að fela!
Komst ekki út af salerninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hahaha ææj sé þetta alveg fyrir mér... (ekki það að ég sé að ímynda mér þig á salerninu) Fórstu ekki og tilkynntir þetta til kennaranna til að þú fengir ekki skróp?
HerdíZ (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 00:09
þeir hefur bent á mig hlegið, skömmin var of mikil :o) En gelymdi að minnast á aðal hlutann, endirinn! mamma náði ekki að opna! Það kom einhver lásamsmiður heim!
Vignir, 11.9.2007 kl. 07:55
hahahaha
Það er nú algjör óþarfi að læsa klóstinu heima hjá sér... sérstaklega ef maður er einn heima!!
Sigga Hulda , 11.9.2007 kl. 11:07
Það er bara vani hjá mér að læsa......
Vignir, 11.9.2007 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.