38.Þáttur

Það var hægt að skera loftið í herberginu spennan var svo mikil. Bernódus strauk skeggmikinn vangann og hugsaði sig vandlega um og samþykkti loks tilboðið. Stefán fékk dollaramerki í augun og iðaði allur í skinninu af spenningi, en passaði sig samt að halda ró sinni og sína ekki kátínu sína.

Ragnheiður var ekki með eins gott pókersmetti og skríkti eins og smástelpa, því nú vissi hún að hún þyrfti aldrei að fara aftur á vinnumarkaðinn, letin hafði bugað hana.

Ég set ykkur þó nokkur skilyrði lömbin mín, sagði Bernódus, ég vil setja á ykkur staðsetninga tæki og þið fáið hjá mér sitthvorn gsm símann sem ég mun láta forrita sérstaklega. Þið þurfið að tilkynna ykkur á klukkutíma fresti og segja frá gangi mála. Einnig vildi hann að Ragnheiður mundi klæðast djörfum klæðnaði þegar þau mundu hittast næst. – Ég gef ykkur 15 mín. til að ræða þetta. Svo fór Bernódus út úr herberginu og hjónin voru ein eftir.

Finnst þér þetta ekki frábært Stefán? Sagði Rangheiður spennt. Það runnu tvær grímur á Stefán og hann sagðist ekki vera viss um hvort þau ættu að fara í þessa sendiför. Ragnheiður var ekki sátt með rolu skapinn í sínum manni og barði hann þéttingsfast í öxlina. – Þetta var nú óþarfi, sagði Stefán og nuddaði sára öxlina, - þú hittir á taug beljan þín!
Nújá, er ég allt í einu orðin belja! sagði Ragnheiður frekar hátt. Bernódus æddi inn og spurði hvort það væri ekki allt í lag.
Allt í himnalagi, sagði Rangheiður um leið og hún strauk yfir sáru öxlina, við vorum einmitt að ræða um þetta mál og við teljum okkur vera tilbúin í slaginn,kasta okkur í djúpulaugina, skilja hismið frá kjarnanum, láta hendur standa fram úr ermum. Lengra komst Ragnheiður því Stefán ákvað að hefna sín með að launa henni höggið og um leið að þagga niður í sinni heitt elskuðu. – Ég held að hann sé búinn að ná þessu Ragnheiður!

Aðgerðin ,,Sveitti Skarfurinn,, mun hefjast á morgunn. Ég er búinn að bóka herbergi fyrir ykkur og mun bílstjóri minn keyra ykkur þangað núna. Ragnheiður hugsaði strax um síðustu hótelgistinu og hlakkaði til þeirrar næstu. Hún strauk upp hægra lærið á Stefáni þegar hún heyrði þetta, og barðist við að halda hlátrinum inni því henni fannst nafnið vera eitthvað svo kjánalegt.

Bílinn beið fyrir utan og stigu hjónin inn og bílinn ók af stað. Hjónin skráðu sig inn á hótelið. Herbergið reyndist vera á 8 hæð með útsýni yfir Perluna. – ooooooo Stefán, finnst þér þetta ekki vera rómantískt? Stefán yppti öxlum og fleygði sér í rúmið sem reyndist vera mjög þægilegt. – Ég fíla það í tætlur að gista á hótelum, en þú Stefán? – Svona lala, svarði Stefán með hálfum hug. – Manstu Stefán, eftir myndinni…..æ þarna………æ þessi þarna með hótelinu, æ hvað hét hún aftur? Ragnheiður hugsaði sig lengi um og sagði svo hátt THE SHINING! Stefán, sem var alveg að sofna hrökk upp. – Hvað gengur að þér kona?!?

Æ, mér datt bara í hug þegar við vorum að labba ganginn að herberginu…manstu eftir þríhjólinu, stelpunni á því….æ, mér finnst það eitthvað svo krípí og þegar blóðið fossaði úr lyftunni! – Held þú sért eitthvað klikkuð kona sagði Stefán og snéri sér. Ragnheiður lagðist niður þétt upp við Stefán. Þau sofnuðu.

Morguninn var sólríkur og fallegur. Ragnheiður vaknaði við að sólargeisli knúsaði á henni kinnina. Hún reis upp og sá að Stefán var ekki í rúminu. Hún fór inn á baðherbergið og sá að Stefán sat á klósettinu og var að lesa Moggann á meðan hann tók til í skottinu. – Þú veist hvað mér þykir þetta viðbjóðsleg athöfn Stefán!?! Nú hef ekki minnstu löngun í að lesa þetta blessaða blað! Stefán hristi hausinn og rak skart við sem fyllti mælinn hjá Ragnheiði. Hún sagðist ætla að fara niður í lobbí til að ná í nýtt blað. Hurðinni var skellt og Stefán greip í klósettpappírinn og kláraði dæmið. Hann lét renna í bað og hafði það vel heitt. Mikil gufa myndaðist í baðherberginu og Stefán sá ekki handa sinna skil. Baðið var ekki lengi að fyllast. Hann stakk vinstri fætinum í vatnið og fann strax að það var allt of heitt. Stefán tók tappan úr baðinu svo kalda vatnið fengi smá pláss. Þessi athöfn tók dágóða stund.

Skyndilega var barið fast á hurðina og Stefán heyrði Ragnheiði grátbiðja hann um að opna. Hann sveipaði sig handklæði og hljóp að hurðinni til að opna hana…….

Hvað hefur gerst? Er allt að fara til fjandans? Kemst Stefán í baðið sitt? Er Ragnheiður með hundaæði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband