2.9.2007 | 15:08
stripplast á ströndinni
Margar konur eru á móti súludans stöðum. Þær hreinlega fyrirlíta þá og vilja ekkert með þá hafa, helst þurrka þá út af jörðinni. Margar af þessum sömu konum fara svo til Spánar eða til annarra landa þar sem hitinn er mikill og strendurnar freistandi.
Þegar á ströndina er mikla sumar ekki það fyrir sér að vippa sér úr efri hluta sundfatanna og fara í sólbað. Það finnst þeim í lagi, að flagga dúllunum á ströndinni en sjá svo rautt þegar þær vita af einhverjum útlenskum konum gera nákvæmlega það sama.......á aðeins öðruvísi hátt....
Nei bara pæling......
Athugasemdir
humm þú ert aðeins á villigötum hér, það er nú ábyggilega ekki nektin eða húsin þarsem súlumeyjarnar dansa sem konur þola ekki heldur er það ólifnaðurinn, framkoman við starfsstúlkurnar, virðingarleysið og oft glæpastarfsemin sem er í gangi þar inni...
halkatla, 2.9.2007 kl. 15:21
já, góður punktur. Hugsaði ekki svo langt.....
Vignir, 2.9.2007 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.