7.8.2007 | 00:50
Á morgunn
Byrja ég á að pakka niður fyrir ferðina! Mér finnst ekki það langt síðan ferðin var pöntuð. Það eina sem mér finnst leiðinlegt við utanlandsferðir er flugið! Í fyrsta skipti sem ég fór út, sem var árið 2004, fannst mér mjög gaman í flugvél. Núna er ég að fara í 4 skipti til útlanda og ég verð að segja að glansinn er farinn af fluginu... því miður.....Er samt að spá í að gera svolítið sem ég hef ekki gert áður í flugi, að fá mér í tánna í flugvélinni. Hef yfirleitt fengið mér eitthvað á barnum í flugstöðinni og látið það nægja en það mun ekki verða þannig á miðvikudaginn. Ég er í þessum töluðu orðum að fylla Samsung símann minn af lögum fyrir ferðina því lögin sem eru á boðstólnum í vélunum eru ekki upp á marga fiska, yfirleitt.
Ég er samt að pæla í einu - það væri gaman að leigja bíl þarna á Costa, er nóg að koma með ökuskírteinið frá Íslandi? Eða þarf maður eitthvað spes leyfi?
Athugasemdir
Ökuskírteini frá Íslandi dugar...og góða ferð..
Brynja Hjaltadóttir, 7.8.2007 kl. 21:12
Takk fyrir the info Brynja :o)
Vignir, 7.8.2007 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.