Neyðin kennir nöktum manni að spinna!


..........já, ég skammast mín hálfpartinn fyrir að segja þetta en ætla að láta þetta flakka.

Staðan á heimilinu er þannig að  hún mamma er farin á Patreksfjörð og ætlar að vera þar í nokkra dag. Ástand hefur skapast á heimilinu þar sem ég þarf núna að þvo af mér garmana. Já......ég afrekaði það í fyrradag að setja í eina vél! Í fyrsta skiptið á ævi minni! Sorglegt.......ég veit.......En það heppnaðist vel, eigum mjög aulahelda vél :o)
Svo kemur næsti höfuðverkur,að brjóta saman! Þetta er svipað og að pakka inn gjöf, þetta element vantar í mig því það er bara ekki fræðilegur möguleiki á að ég nái að brjóta saman flík hvað þá að pakka inn gjöf. Ætla að sjá hvernig tekst til hjá mér með þvottinn. Ég er of góðu vanur hérna heima og sé það núna, á þessum síðustu og verstu tímum að ég þarf að fara að læra þessi heimilisverk. Ég hins vegar get bjargað mér í eldhúsinu, það sama má segja um Helga, bróðir minn.

 

4806705SPA64UC194331M

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband