35. Þáttur


Hjónin eru úr lífshættu og tilbúin að taka við fyrirmælum. Verðrið er ekki eins slæmt og undirtyllurnar eru komnar aftur inn.

Ragnheiður spurði þenna mann hvað það væri sem þau yrðu að gera. – Ég tel mig vita að þið eruð að fara í sendiför fyrir Herra Fleyg. Stefán ákvað að látast eins og hann vissi ekki neitt. Maðurinn varð pirraður og sagðist girnast þennan kassa sem að þau ætti að ná í. Launin fyrir að útvega kassann er lífið sem hann gaf þeim aftur.

Viðbjóðslega ósanngjarnt, sagði Ragnheiður með fýlusvip. Stefán gaf henni olnbogaskot og sagi henni að steinþegja. – það er töggur í þér, sagði maðurinn og bætti við að svona menn vildi hann fá í vinnu fyrir sig, ekki þessar liðleskjur þarna og benti á undirtyllurnar sem ekki voru sáttar með skoðun stjórans. Stefán sagðist ekki hafa áhuga á að vinna fyrir glæpamann og bað hann um þeim yrði sleppt þegar þau kæmu til Íslands.

Eitthvað hefur maðurinn eitthvað verið utan við sig því hann virti það sem Stefán lagði til og sagði að þau væru frjáls þegar til Íslands væri komið. Hjónin stóðu upp og fóru aftur í sætin sín. Flugfreyjurnar voru sveittar við að setja upp allar súrefnisgrímurnar sem höfðu farið niður og báðu þá hávöxnu um að aðstoða sig. Þar sem að hjónin eru lágvaxin settust þau niður án þess að fá samviskubit. Vingjarnlega flugfreyjan gekk fram hjá þeim en yrti ekki á þau. Það fannst hjónum skrítið en voru innst inni fegin að fá frið fá henni.

Allar grímurnar voru komnar á sinn stað og fólk orðið rólegt. Stefán hækkaði í Stones og fletti vörulistanum sem hann fann í vasanum á sætinu fyrir framan sig. Ragnheiður var komin með ný höfuðtól og sá Grace Jones henni fyrir skemmtun, vörulistinn hafði einnig fangað athygli hennar. Vingjarnlega flugfreyjan pikkaði í Ragnheiði og bauð henni einn Cosmo sem Ragnheiður þáði. Stefán tók eftir þessu en flugfreyjan fór áður en hann gat pantað sér drykk.

Ragnheiður grandskoðaði drykkinn og spurði Stefán hvort hún ætti að fá sér sopa. – Ég mundi láta það eiga sig, gefðu heldur einhverri konu sem þarf á því að halda, t.d. þessari. Stefán benti á heldri konu sem var að ferðast með tvö börn, sennilega barnabörn. Börnin voru mjög óþæg og átti amman fullt í fagni með að hemja þau. Ragnheiði leist vel á það og stóð upp úr sætinu og gekk til þeirrar gömlu.

Hvaða erindi áttu til mín sagði sú gamla. Ragnheiður sagði ekki neitt og rétti henni drykkinn. Gamla konan brást illa við og hellti honum yfir Ragnheiði. Það fannst krökkunum fyndið og fóru þau að skellihlæja. Ragnheiður ákvað að gera ekki veður út af þessu og hrökklaðist aftur í sætið sitt. Stefán sá alla atburðarrásina og var hissa á að konan sín skuli hafa tekið þessu svona vel. Passaði sig samt að hafa ekki orð af því.

Það styttist í lendingu og merki kom um að festa sætisólarnar. Flugfreyjurnar aðgættu að allir bakkar væru komir í upprétta stöðu og hvort allir væru komir í belti. 10 mín. síðar var vélin lent á Íslandi. Farþegarnir kepptust um að komast fyrst út, sem hægði bara á hlutunum. Ragnheiður og Stefán voru frekar framarlega þannig að þau voru fljót að komast út. Þegar Ragnheiður sá vopnaleitarhlið fann hún sviti braust út á öllum stöðum.Hún stoppaði Stefán og sagði að hún hefði einhverja ónotatilfinningu. Stefán sagði að nú yrðu þau að komast inn í landið án vandræða. Það gekk eftir og stóðu hjónin fyrir framan flugvöllinn og leituðu að leigubíl.

Þau litu í kringum sig og sáu eðalvagn. Fyrir utan hann stóð maður sem hélt á skilti. Á því stóð

Afkomendur Fleygs

Þessi hlýtur að vera fyrir okkur sagði Stefán og hjónin gengu að bílnum. Bílstjórinn opnaði og þau fóru inn. Í bílnum var kunnulegt andlit sem vakti öryggistilfinningu hjá Ragnheiði.

Hver er í bílnum? Eru hjónin laus við manninn í fína herberginu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband