27.7.2007 | 10:20
Einn HIV cocktail takk
Verst finnst mér að stór hluti af þessum smituðu hafi fengið þetta frá sjúkrahúsi í gegnum blóðgjöf! Hélt að með tækninni í dag að þetta væri bara ekki hægt, barnaskapur í mér.....
Verjur á öll hótel í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður kom þetta upp í Kína, en það hefði ekki þurft að vera svo. Það þarf að skima fyrir HIV í blóði, og á meðan stjórnvöld Kína viðurkenndu ekki að HIV-smit væri vandamál hefur það sennilega ekki verið gert.
Sem betur fer eru stjórnvöld þar í landi hætt þessum skollaleik.
Það eru hverfandi líkur á að svona mál geti komið upp hér á landi.
Þorbjörn Jónsson (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 12:26
já.. samt ekki mjög traustvekjandi að geta átt það á hættu að fá þennan sjúkdóm vegna blóðgjafar....
Vignir, 27.7.2007 kl. 12:34
Stjórnvöld þar viðurkenndu kannski ekki að þetta væri vandamál en vissu samt alveg að þetta væri til staðar í Kína.. að allavega ''nokkrar'' manneskjur gætu verið með þetta! Þetta er alls staðar í heiminum! Sumir virðast bara vera í afneitun og það hefur skapað vandamál greinilega! Svona lagað á ekki að líðast, þetta á bara ekki að koma fyrir, ég er sammála þér Vignir minn!
HerdíZ (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 13:35
Það hafa MJÖG fá tilfelli komið upp á Íslandi að fólk hefur smitast af HIV með blóðgjöf og það var þegar HIV var fyrst að koma upp hér. Og ég held að það sé allt blóð prófað áður en það er gefið fólki.
Anna María og bumbubúinn (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 14:19
já, ég treysti nokkurn veginn íslenska blóðbankanum.......vona bara að ég þurfi ekki á þjónustu hans að halda
Vignir, 27.7.2007 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.