Landsbyggðin vs. höfuðborgin

 

Þvílíkur munur sem að það er að afgreiða fólk utan af landi og fólk sem er úr borginni. Fólkið sem býr úti á landi er mun afslappaðra og skilningsríkara heldur en þeir sem búa í Reykjavík eða nágrenni. Jakkafatakallar sem koma inn í búðina eins og þeir eigi staðin og halda að þeir fái allt strax. Oftast eru þeir blaðrandi í símann á meðan  það er verið að afgreiða þá og hvæsa á mann ef að maður vogar sér að spyrja eitthvað í sambandi við afgreiðsluna. Allt þarf bara að gerast stundum held ég að þeir haldi ég geti lesið hugsanir þeirra og vita nákvæmlega hvað verið er að biðja um. Óþolandi.Einnig fer flest af þessum ,,frægu,, í taugarnar á mér. Svipaðar týpur og jakkafatakallarnir.....

Fólkið sem kemur utan af landi er með allt annað viðmót mun auðveldari í umgengni, vissulega hafa þau sömu kröfur og hinir en þolinmæðin er mun meiri hjá þeim.

22188156
               

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband