24.Þáttur

 

Þykkan vindlareyk lagði yfir stofuna sem hafði svæfandi áhrif á Ragnheiði. Hún þurfti reglulega að fara útfyrir og fá sér ferskt loft.

Húsbóndinn hóstaði og matarleifar komu í kjölfarið. Hann stakk svo upp á því að næst þegar sá dularfulli, Herra Fleygur mundi láta að sér kveða mundu þau hittast og bera saman sínar bækur.

Þau þurftu ekki að bíða lengi því Ragnheiður fékk símhringinu og á símanum stóð að það væri leyninúmer. Sú fíngerða stökk upp úr sófanum og hrifsaði af henni símann og svaraði æst og móð.  ,,Nú hættir þú þessu ógeðs viðbjóðurinn þinn,, ,,pervert,,!

Smá bið var og loks sagði lítil rödd, er þetta síminn hjá Rangheiði? Þetta var ekki Herra Fleygur heldur var þetta húshjálpin hjá Ragnheiði og Stefáni. Ragnheiður afsakaði framkomu þeirra fíngerðu. Þvottavélin hafði lekið og allt var á floti. Hjónin flýttu sér heim.

Inni í þvottahúsi var allt á floti og niðurfallið hafði ekki undan vatnsflauminum. Hjónin voru rennblaut í fæturna og fóru að ausa vatni út. Þegar pollurinn var orðin lítill sá Ragnheiður rétt við niðurfallið hálf étinn banana. Hún tók hann upp og virti hann fyrir sér í smástund og sá  einkennilegt bitfar sem hún kannaðist ekki við. Stefán fékk að sjá bananann og lagði til að þau færu með hann til grannans, sem þau og gerðu.

 

Geta grannarnir borið kennsl á bitfarið furðulega? Er Stefán með ofnæmi fyrir bönunum?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

húshjálpin er eitthvað dúbíus át hún ekki bananann?

Guðríður Pétursdóttir, 15.7.2007 kl. 19:06

2 Smámynd: Vignir

Nei, þar sem hún er með falskar að þá er bit hennar auðþekkjanlegt. En hver veit nema að hún sé með eitthvað óhreint í pokahorninu :o)

Vignir, 16.7.2007 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband