15.7.2007 | 12:02
Useless information
Langar að henda smá sunnudagsfróðleik.
Sigmund Freud var ákaflega hræddur við burkna
Stalin hafði fit á vinstri fæti og annar handleggur hans var umtalsvert styttri en hinn
Hitler var maður ársins 1938 að mati tímaritsins Time
Buzz Aldrin var fyrsti maðurinn til að pissa á sig á tunglinu
Alfred Hitchcock hafði engan nafla
Í Michigan er ólöglegt að skilja eftir þefdýr í skrifborðsskúffu yfirmannsins
Það var á kreppuárunum sem bankar fóru að lagfæra rifna peningaseðla með límbandi
Á tímum púrítana var það talið merki um mikla synd að vera fæddur á sunnudegi
Ætli það sé ekki best að fara að drifa sig af stað í vinnuna, ferlega fúlt að þurfa að vinna inni á svona góðviðrisdegi! En svona er þetta bara... En hey! Það styttist í Costa Del Sol !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.