Vegas

 

Vissulega er þetta flott dagsetning og allt það en hefur hún ekki tapað sínum ,,sjarma,, þegar allir eru að nota hana, þegar fólk fer að spjalla saman í framtíðin og það kemur upp hvenær þau giftu sig og svona kemur kannski í ljós að þau giftu sig sama dag, og að þau viti um mörg önnur hjón sem giftu sig þennan dag......

Það má segja að í kirkjum landsins verði brúðkaup á færibandi, prestarnir þurfa að hafa sig alla við og eflaust verða athafnirnar stuttaralegar þegar líða fer á kvöld, presturinn orðinn hundleiður á þessu stússi  og  hespar þessu af. Þetta minnir óneitanlega á Vegas þar sem fjöldi brúðkaupa á dag er gríðarlegur. Að giftast þar finnst mér vera flottara heldur en að gifta sig á 07.07.07.

 

 
istockphoto_520241_wedding_rings

 

 

 


mbl.is Hætt við hjónavígslur 07.07.07
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég ætla aldrei að gifta mig

Guðríður Pétursdóttir, 4.7.2007 kl. 09:54

2 Smámynd: Vignir

aldrei að segja aldrei......mér finnst það mjög ólíklegt að ég gifti mig, fólk þarf ekki að hafa það staðfest af presti að það elski hvort annað.....

Vignir, 4.7.2007 kl. 10:03

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það er bara ekkert öðruvísi að vera giftur eða í sambúð. Það sem þó stendur uppúr er að það er einfaldara að skilja ef maður er giftur. Alveg satt. Þá eru engin vafamál með eignir o.s.frv. Öryggið á oddinn krakkar mínir, ekkert kæruleysi!

Rúna Guðfinnsdóttir, 4.7.2007 kl. 10:10

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Guðríður Pétursdóttir, 4.7.2007 kl. 10:25

5 Smámynd: Vignir

Ok, öryggi þegar maður skilur, ef að maður hefur gert kaupmála...sem er ekki beint það rómantískasta.....Svo er það ekki víst að þegar sá tími kemur að fólk sér að það getur bara ómögulega búið með sínum maka að það endi í brjáluðu rifildi þó svo að það sé oftast raunin...

Vignir, 4.7.2007 kl. 10:30

6 Smámynd: Kristján Björnsson

Jú, jú, þetta eru ánægjulegar stundir í lífi fólks sem hefur fundið ástina í lífinu. Það er ekki annað sjá svo ég óska þeim öllum til hamingju með daginn sinn.

Ég held að ég verði alls ekki orðinn þreyttur eða stuttaralegur þegar líða tekur á daginn eða kvöldið í 5. eða 6. athöfninni. Það er samt ekki það sem skiptir máli, heldur hitt að maður og kona eru að vígjast hvort öðru með heilögum heitum (játningum). Presturinn skiptir minna máli og það þarf engann prest til að staðfesta ást og heit.

Vegas gæti þess vegna gengið ágætlega. Hef oft verið prestur í mjög einföldum hjónavígslum bæði í kirkju og utan kirkju. Þær athafnir eru ekki síður helgar en viðhafnarstundir með "wedding-singer" og öllu. Tek undir þá ósk að fólk þroskist vel í hjónabandi sínu eða hverju öðru sambúðarformi.

Kristján Björnsson, 4.7.2007 kl. 16:07

7 Smámynd: Vignir

Vel orðað Kristján

Vignir, 4.7.2007 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband