Má þetta?

 

Fór í Vínbúðina í dag  - sem er nú ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að viðskiptavinurinn sem var afgreiddur á eftir mér var augljóslega undir áhrifum áfengis. Það virtist ekki vera neitt mál fyrir hann að kaupa sér meira áfengi. Nú spyr ég, er það ekki bannað að selja fólki sem augljóslega er undir áhrifum vímuefna áfengi í Vínbúðinni?

martini


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja ja mer finnst það allt í lagi ég meina er þetta ekki bara þeirra mál hvað er annað  fólk að skipta sér að áfengisdrykkju annarra ef að einhver hefði sagt mer að fara í meðferð áður en ég fór að spá í því hefði ég lamið viðkomandi ef að fólk vill eyðileggja sig með mikilli drykkju þá er það þeirra mál en ekki okkar það er bara þannig eg er allavega rosalega ánægð að vera orðin edrú og þurfa ekki að fara í vínbúðina

Birna (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 14:55

2 Smámynd: Vignir

Sá þetta á síðu vínbúðarinnar, áfengislögin.

19. gr. Heimilt er að neita að veita eða afhenda manni áfengi ef viðkomandi er áberandi ölvaður.

Vignir, 26.6.2007 kl. 15:48

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Heimilt er að neita er sagt, þá hlýtur að veta heimilt að leyfa líka, annars er örugglega neitað ef það er vitað að viðkomandi er á bíl eða eh, annars veit ég ekki

Guðríður Pétursdóttir, 26.6.2007 kl. 16:54

4 Smámynd: Vignir

Þetta er á gráu svæði.....semsagt, það er höndum starfsmanns að ákveða og meta ástand viðskiptavinarins?

Vignir, 26.6.2007 kl. 17:02

5 identicon

Hæhæ, ég rakst nú bara á síðuna fyrir tilviljun, en allavega, þá vinn ég í Vínbúð o það er já í höndum starfsmanns að vega og meta hvort í lagi sé að selja drukkinni manneskju áfengi. :)

No name (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband