Ditten og Datten


Síðustu daga bifhjólamenn verið áberandi í umræðunni og kannski ekkert skrítið...En núna, í hvert skipti sem að ég sé bifhjólamann í umferðinni fer um mig einhver ónota tilfinning, finnst ég verða að þurfa að passa mig og keyra vel, svipað eins og þegar maður sér lögregluna. Er þetta eðlilegt? Held ekki....
Þennan hóp ökumanna get ekki litið sömu augum sem ég gerði áður. En eins og komið hefur fram í umræðunni er það auðvita minni hlutinn sem að er að valda þessu fjaðrafoki og draga þá sem haga sér með niður í þennan pitt. Svo veit maður aldrei þegar maður mætir bifhjóli..er þessi glanni og eða ekki ?

                                                      
 
 
 
Lúpínan, hún er aldeilis áberandi á höfuðborgarsvæðinu verð ég að segja! Kannski hefur hún alltaf verið svona áberandi, veit það ekki en ég tek betur eftir henni þegar ég fer í og úr vinnu. Mér finnst það svolítð flott að sjá heilu breiðurnar af henni þó svo kannski að sumum finnist hún vera hið argasta illgresi....

                                                       
Lupina_IMG_1996

 

 

 

Það styttist óðum í sólina, er að fara til Costa Del sol í ágúst og tilhlökkunin er farin að banka fast á dyrnar. Ég er nýbúinn að fá það í gegn að bæta við einnig viku þannig að ég verð úti í 3 vikur - sem er snilld. Ég gisti á sama hóteli og í fyrra, sem er hið ágætasta hótel og rétt við ströndina sem að skemmir ekki.

 

Sól




Jæja..........ætla að fara að horfa á erotísku/grín/ástarmyndina Veggfóður!

 

 

Veggfóður

 

 

 

Góða nótt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband