Dularfulli lampinn seinni hluti

 

..........Það liðu nokkrir dagar þangað sú gamla komst til meðvitundar. Skranbúðin var horfin og hún fann að hún var á dúnmjúkum sandhól. Fljótlega áttaði hún sig á því að hún var ekki stödd á sama stað heldur í eyðimörk í landi sem hún vissi ekki nein deil á. Lítil eðla hljóp til hennar og byrjaði að sleikja á henni andlitið. Þessi athöfn stóð yfir í góðan 2 mín eða þangað til að eðlan sagði hátt og snjallt ,,Þú ert nú meiri helvítis viðbjóðurinn!,,

Gömlu konunni brá svo mikið að hún kastaði eðlunni sem lenti á stein og dó. Sorgar tár runnu niður kinnarnar og sú gamla stóð upp, dustaði af sér sandinn og hélt af stað fótgangandi. Ekki hræða var á ferli og sá hún fyrir sér að hér mundu hún deyja. Í örvæntingu gargaði hún af lífs og sálarkröfum á drottinn og bað hann um hjálp. Gargið tók svo á konuna að hún missti meðvitund.

Aftur vaknaði hún en á öðrum stað. Í þetta sinn var hún inni í einhverjum runna. Lyktin var óbærileg og fékk hana til að selja upp. Hún barðist í gegnum runnann en varð fyrir því óhappi að stíga á slöngu. Eitur slöngunnar spýttist í allar áttir og lenti dropi í auga konunnar. Því fylgdi mikill sársauki sem orsakaði enn annað yfirliðið.

Í þriðja sinn vaknaði hún en nú varð það í kunnulegum vistarverum. Hún þekkti strax ljósmyndina að Gottskálk og þykka pelsinn sem hékk á snaga sem alveg var að brotna. Veikt bank heyrðist við hurðina og ákvað hún að athuga hver væri við dyrnar. Hún opnaði ofur hægt og sá, sér til mikillar hræðslu lampa skrattann sem hún hélt að hefði bara verið í draumi sínum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband