19.6.2007 | 18:21
Dularfulli lampinn
Roskin kona gekk hægum skrefum í átt að Vinabæ. Ætlunin var að spila Bingó. Tveir sómasamlegir þrestir flug yfir höfuð hennar og lentu við fætur gömlu konunnar. Þar sem hún fór ekki hratt yfir náði hún að forða því að hún mundi traðka þá til dauða. Þrestirnir fóru að kýta eitthvað og hættu þegar þeir sáu þá gömlu koma.
Þeir spurðu hana hvort hún vissi hvar tepokinn þeirra væri því þeir höfðu leitað að honum í talsvert langan tíma. Sú gamla sagðist hafa séð hann í Hljómaskálagarðinum rétt hjá styttunni af Feimnu stúlkunni. Þrestirnir voru mjög kátir með þessar upplýsingar og þökkuðu henni fyrir. Að launum fyrir upplýsingarnar veittu þeir gömlu konunni gjafabréf upp á kr 500. í Frú Bóthildi, sem er skranbúð í hæsta gæðaflokki. Það féll vel í kramið og fór hún hæst ánægð rakleiðis í búðina og verslaði sér forlátan lampa. Skermurinn var farinn að láta á sjá og vantaði peru í lampann.
Þessum lampa fylgdi mikil saga, hann er sagður hafa verið í eigu keisara Kína og honum fylgdi mikil ógæfa. Þess má geta að sölukonan hafði engan metnað fyrir starfi sínu og var að fara að hætta. Gamla kona ákvað samt að kaupa lampann með þessari miklu sögu sem heillaði hana. Lampann fékk hún innpakkaðan og dröslaðist hún með hann heim í kot sitt sem staðsett er við Frakkastíg. Bróðir hennar, háaldraður, kom og setti lampann í stand og kveikti á honum. Eitthvað skrítið sarg heyrðist og reykur kom úr perustæðinu. Sú gamla varð mjög hrædd og vissi hvað hún átti að gera. Hún hringdi í Gottskálk en það var á tali. Þegar hún hafi bölvað honum í sand og ösku sá hún að reykurinn var horfinn.
Hræðslan gerði það að verkum að hún ákvað að skila þessum lampa. Annar afgreiðslumaður var kominn í búðina og þvertók fyrir að taka við lampanum og sagði henni að lampinn mundi fylgja henni um aldur og ævi! Svo hló hann tryllingslega og hvar í reykjarmekki. Sú gamla fór út í fússi og hrasaði um risa túlípana sem hafði brotist upp úr stéttinni. Höfuð hennar skall í götunni og rotaðist hún með það sama.
Hvað verður um gömlu konuna? Mun hún losna við lampann?
Athugasemdir
Hver er Gottskálk?
Brynja Hjaltadóttir, 20.6.2007 kl. 00:56
Það er fyrrverandi ástmaður þeirra gömlu. Þau skildu í vondu og hafa varla talað saman í nokkur ár. Gottskálk er krónískur tuðari. En einhverja hluta vegna er sú gamla alltaf að hafa samband við hann og hún veit ekki afhverju.
Vignir, 20.6.2007 kl. 08:36
she cant let go
Guðríður Pétursdóttir, 20.6.2007 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.