18.6.2007 | 10:31
Áfall
Það hlýtur að vera ansi furðulegt að vera sá elsti í heiminum! Maður á engan jafnaldra, sem að maður veit um....maður er búinn að lifa af sína nánustu, get ég leift mér að fullyrða, maður þarf mikla aðstoð með flesta daglega hluti og margt fleira. Ég er ekki að segja að það sé ómögulegt að lifa góðu lífi á þessum aldri en ég get ætlað mér að það sé ekki spennandi.Veit ekki hvernig ég mundi taka því..........
Tók samt eftir því að það kom ekki fram í greininni hverju hann þakkaði langlífið. Hefði verið forvitnilegt að vita það.
Það virðist ekki skipta máli hvort manneskjan hafi sukkað mikið eða borðað rétt yfir ævina.
Ég er ekki viss um að ég vilji verða svona gamall.
mundir þú vilja lifa svona lengi?
![]() |
Ekkert á leið í gröfina segir elsti karlmaður í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
kannski ef maður ætti engin börn, það væri hræðilegt að lifa lengur en börnin
Guðríður Pétursdóttir, 18.6.2007 kl. 12:56
já, en pældu samt í því hvað þessi maður er búinn að sjá margt og upplifa!
Vignir, 18.6.2007 kl. 14:36
Á miðað við það sem ég sé dags daglíg þá er það ekki draumstaðan hjá mér eða heitasta óskin að brjóta 100 ára múrinn
Rúna Guðfinnsdóttir, 19.6.2007 kl. 10:24
Einmitt......ekki spennandi að vera kannski algerlega ósjálfsbjarga og upp á aðra kominn. og tala nú ekki um að fá kannski ekki heimsóknir frá ættingjum eða kunningjum..........
Vignir, 19.6.2007 kl. 12:01
Ég á nú ekki svo langt í að verða svona gömul, pabbi sagði mér að það góða við að eldast væri það að maður dofnar upp og finnur ekki svo fyrir þessu. Líkaminn og hugurinn vinna saman að því að skapa manni sem best líf, svo lengi sem lifir.
Ester Sveinbjarnardóttir, 19.6.2007 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.