Þankahríð umferðaljóss

Gulur, rauður og grænn eru mínir uppáhalds litir ! Það kemur þér kannski ekki á óvart minn kæri lesandi. Ég bý við Miklubraut. Þar er alltaf líf og fjör og kynstrin öll af bílum sem keyra framhjá mér. Dagarnir eru oftast vanafastir hjá mér en stundum þegar mig langar að lyfta mér aðeins upp með því að bæta við svona 5 mín í bið á rauðu ljósi, stundum lengur ef ég er í miklu stuði !
Ég held að mér sé oft bölvað. Þetta er mjög ábyrgðarfullt starf mundi ég segja! Að stjórna umferðinni. Stundum gerist það að ég verð veikt, springur í mér pera eða eitthvað álíka, og ég skal segja þér það, að sá sársauki er ólýsanlegur! En sem betur fer, þegar sá voðalegi atburður gerist, kemur heimilisrafvirkinn minn hann Kormákur og gerir við mig.
Eitt af því sem mér finnst mjög niðurlagjagandi er það þegar eitthvert hundspott tekur sit til og gerir þarfir sína rétt við fætur mínar og oftast lendir það á þeim. Þá langar mig mest til þess að sparka þeim í burtu en því miður leifir ekki steinsteypti sökkullinn minn það.
Stundum verða einstaka árekstrar, mis alvarlegir þó. En þegar þessi stóru og alvarlegu árekstrar verði er ég svolítið fegið, því þá fæ ég frí ! það er einu fríin mín ! ég meina ,ég vinn allan sólarhringinn, og já, líka á hátíðisdögum ! og hvað fæ ég í staðinn ? ekkert annað en illar hugsanir og blót. Svei mér þá að starf mitt sé vanmetið..hmm....En hvað sem því líður verð ég bara að bíta í súran vír og halda mínu striki hvað sem á dynur og taka öllu með stökustu ró.......jæja, best að pirra einhvern :o)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband