12.6.2007 | 20:31
Mismunun?
Þar sem ég hef unnið á veitingastað og starfað sem þjónn hef ég oftar en ekki tekið eftir því hvað Íslendingar eru lélegir í því að gefa þjórfé. Hef meir að segja heyrst íslenska farastjóra segja við hópinn sem Þeir eru með að gefa ekki þjórfé! Hvað er málið með það?!? Er fólki ekki frjálst að greiða extra fyrir góða þjónustu? Og hafa fararstjórar rétt á að segja þetta við sinn hóp?
Vissulega hafa þjónar mun betri laun hér á landi miðað við önnur lönd. Þjónar erlendis lifa bókstaflega fyrir allan þann auka pening sem að þeir fá í sýnu starfi og er það ein af aðal ástæðunum fyrir að þeir standi í þessu því launin frá veitingahúsinu er lítil.
Eiga þá íslenski þjónar að líða fyrir það að launin þeirra sé betri en í öðrum löndum? Mér fannst mjög gaman að fá smá auka pening þegar ég var að þjóna og kunni vel að meta það.........
Veit ekki.......kannski er þetta bara vitleysa í mér.......
Athugasemdir
Á Íslandi hefur það bara ekki tíðkast að gefa þjórfé, en auðvitað á hverjum og einum að vera frjálst að gefa þjórfé kjósi hann þess.Það er hins vegar staðreynd að þó svo að þjónustan sé oftar en ekki til fyrirmyndar á íslenskum veitingastöðum. Þá kemur reikningurinn frá veitingastaðnum oft á tíðum á óþægilega á óvart, samanborið við veitingastaði erlendis og er ekki hvetjandi til þess að menn láti þjórfé af hendi rakna.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 20:58
Ferðamenn sem hingað koma gera sér grein fyrrir verðlaginu fljótt.......og það er ekki eins og það standi ekki í matseðlinum hvað réttirnir kosta mikið.....
Finnst samt að fararstjórar eigi ekki að predika þetta yfir ferðamönnunum.
Vignir, 12.6.2007 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.