Ofur Denni

Halló! Mig langar að segja þér svolítið um sjálfan mig. Það sem ég er í þann mund að fara að segja þér mátt þú ekki segja neinum ! Þú lofar ?!?
Þannig er mál með vexti að ég, ok, ekki fara að hlæja, er nefnilega ofurhetja. Ok......, þú mátt hætta að hlæja núna ! Ég veit að það er ótrúlegt en.... Eins og þú veist hafa allar ofurhetjur einhvern sérstakan hæfileika, minn er sá að ég get sagt svo fyndna brandara að jafnvel þeir allra húmorslausustu smá krimmar væta buxur sínar af minni frábæru fyndni. Mig lagnar að segja þér frá einu skemmtilegu atviki sem ég lenti í nú ekki fyrir mjög svo löngu síðan.
Ég var bara að ganga niðri í bæ, djöst mænding mæ ón bissness, þegar ég varð vitni að því að gamall maður var að reyna að standa upp, hann lá í grasi rétt við gangstéttina. Ég gekk upp að honum og rétti honum mína fallegu hönd sem hann greip í. Ég spurði hann hvers vegna hann hefði legið þarna svaraði hann að gömul kona hefði þotið fram hjá honum á ógnar hraða á hlaupahjóli. Hann gat ekki séð betur en að þetta hefði verið nýjasta módelið af Scooter 10.000 gerðinni, en það á að vera það öflugasta á markaðinum.
Ég fór strax að hugsa um hvað mig langaði mikið í þann gæða grip. Ég rankaði við mér þegar gamli karlinn löðrungaði mig og sagði ,, Hlustaðu á mig drengur ! ‘’. Gamli maðurinn sagði að sú gamla hafði haft meðferðis stóran svartan ruslapoka sem úr hafi fokið þessi 5000 króna seðill. Mig grunaði strax hvað sú gamla hafði gert og kveikti á lögregluskannanum mínum, helvítið magnað tæki verð ég nú að segja !
Lögreglumaður tilkynnti að bankarán hefði verið framið í banka heilags Lúsífer, við Steingrímsnjáls götu. Ég velti því fyrir mér í svona tvær mínútur hvernig lögreglumaðurinn gæti komist fyrir í þessu litla tæki og hljóp svo af stað í átt að bankanum.
Þar fyrir utan var múgur og margmenni. Ég náði að smygla mér inn í bankann og þar skoðaði ég mig um. Við eitt gjaldkeraborðið sá ég hárrúllu af gerðinni Hárkó. Þá vissi ég hvaðan sú gamla kom. Hún bjó á elliheimilinu Græna torfan. Ég blístraði á leigubíl sem keyri mig á téða elliheimilið. Á leiðinni rann það upp fyrir mér að ég hefði gleymt ofurhetjuspandex búningum mínum heima. Þvílíkt fífl get ég verið hugsaði ég.
Allavega....... Ég gekk inn á elliheimilið og svipaðist um. Í loftinu var skrítin gúmmílykt sem leiddi mig að herbergi 100. Og viti menn, heldur að einn 5000 kall hafi ekki legið hálfur undan hurðinni. Ég svitnaði aðeins og ákvað að stökkva á hurðina. Fyrsta tilraun heppnaðist vægast sagt illa og ég fann marblettinn myndast! En ég manaði mig upp og gerði aðra tilraun og viti menn ég var kominn inn.
Sú gamla hafði kveikt á eróstíku reykelsi til að tæla mig en það gekk ekki hjá henni. Herbergið var mannlaust en á náttborðinu sá ég boðskort í kokteilparty. Partíið var haldið á hinum sjóðheita stað Kirsuberið, eða The Cherry. Þangað koma allir einhleypir ellismellir í von um að ,,gett lökkí’’.
Svo ég var að eltast við partídýr. Ég hugsaði mig vel og lengi um það hvort ég ætti nokkuð að fara en ákvað á endanum að skella mér. Old spice var lyktin sem ég kaus við þetta tilefni. You know, to blend in. Þegar á skemmtistaðinn var komið sá ég allskonar fólk, ætli meðalaldurinn hafi ekki verið um 60 ár ! Mér leið vægast sagt illa þarna. Gamlar konur komu upp að mér í von um smá fjör en ég sló þeim frá mér eins og flugum.
Ég var búinn að vera þarna lengi, með tvöfaldan Campari skimandi yfir salinn þegar ég sá eina konu sem skar sig úr hópnum. Hún var í þvílíkum pels og með mikið af dýru skarti. Þarna var hún, harðsnúna glæpakvendið sem ég var búinn að elta allan daginn.
Glasið tæmdist og ég gekk salla rólegur að henni og bauð henni upp í dans. Hún þáði það, örugglega vegna þess að ég er svo helvíti sjarmerandi kvikindi! Við dönsuðum glannalega og fólkið í kringum okkur varð hrætt við okkur og hrökklaðist af dansgólfinu. Rétt áður en staðnum var lokað bauð hún mér heim í herbergi 100. Mér leist ekkert á það en ákvað að fara með henni heim, og datt það í hug að fara með hana beint á lögreglustöðina.
Gamla var ekki lengi að ná í leigubíl. Ég kvíslaði að bílstjóranum að fara beint á lögreglustöðina, sem hann gerði. En ég reiknaði ekki með því að sú gamla myndi fatta strax hvar við værum. Hún stökk út bílnum og byrjaði að hlaupa frá mér. Þökk sé minni sjúklegu fyndni náði ég henni. Ég gargaði á eftir henni einum að mínum fyndnari bröndurum. Gamla konan lempaðist niður í götuna og gat ekki hætt að hlæja
Ég gekk að henni og henti henni yfir vinstri öxlina og fór með hana á stöðina. Þar sem hún var sett í fangaelsi.
Jæja, núna hef ég ekki fleira að segja og ætla núna að fara og semja nokkra killer brandara!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband