Skotsilfur

 

Síðustu daga hef ég reynt að vera skynsamur, fer í hraðbanka og tek út ákveðna summu til þess að eyða. Með þessu spara ég þessi yndislegu færslugjöld sem að bankarnir taka fyrir það eitt að renna kortinu í gegn um posann.

Þetta hefur gengið ágætlega hjá mér en einn hvimleiður vandi fylgir þessari stefnu minni og það er klinkið. Ótrúlegt hvað það er fljótt að safnast saman og fylla litla kortaveskið. Þarf að losa á hverjum degi haug af klinki!

Spurning hvort ég eigi bara að borga þessar 2000 krónur á mánuði í færslugjöld og sleppa þessum klinkburði......

1krnew_mynt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ég er nú bara þannig að ég bara týni klinkinu mínu ef það er í lausu

Þannig að vanalega vel ég hinn háttinn

Guðríður Pétursdóttir, 11.6.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband