8.6.2007 | 13:51
Pestarangi...
Ég er einn af þeim sem aldrei/mjög mjög mjög sjaldan veikur. Í dag er ég heima með eitthvert mesta kvef sem að ég hef fengið á ævi minni! Horið rennur stríðum straumum niður í taumum og með kitltilfinningu! Ekki bætir úr skák stöðuga hellan fyrir eyrunum!
Herra Hausverkur og Frú Augnverkur kíkja við og við í heimsókn með krakkaskarann sem ætlar að æra mig!
Er að spá í að skella nýjustu myndinni í safninu í DVD spilarann. Myndin ber nafnið Walk the line með Joaqin Phoenix og pissudúkkunni Reese Witherspoon. Hún má eiga það greyið að hún er þolanleg í þessari mynd.
Hef þetta ekki lengra að sinni.....en hver veit nema að ég hendi inni fleiri færslum í dag, hef allavega ekki mikið annað að gera :)
Athugasemdir
Æææ..greyið. Láttu ekki slá að þér. Walk the line er góð. Þú ættir að geta slakað á yfir henni. Reese Witherspoon er góð og hún syngur frábærlega í þessari mynd.
Rúna Guðfinnsdóttir, 8.6.2007 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.