4.6.2007 | 20:28
Helgin góða
Með Gus Gus og Björk í för héldum við Guðrún af stað í Sunnudagsbíltúr. Þegar við fórum á stað var áfangastaður ekki ákveðinn. En einhverja hluta vegna enduðum við bæði á Gullfossi og Geysi. Það er nú ekkert svakalega langt síðan ég fór á Geysi síðast en Gullfoss hef ég ekki heimsótt í langan tíma, svo langan að ég er ekki viss hvort að ég hafi farið þangað!
Það var mjög afslappandi að ferðast um sveitina, þar sem ég var ekki að nenna að keyra sá Guðrún um þann hluta. Læt fylgja með nokkrar myndir frá Gullfossi sem að ég tók á símann minn. Finnst myndin af manninum sem búið er að stika yfir frekar fyndin, er Michael Jackson ekki velkominn ?
Á laugardaginn var brugðum við undir okkur betri fætinum í Kringlunni og fór í ofur litla ferð. Ég verð nú að segja að mér fannst mjög gaman í þessari ferð. Byrjað var að fara á kajak. Vindáttin var ekki ýkja hagstæð á heimleiðinni og sigraði sunnanvindurinn þó nokkra sem að þurfti að fara síðasta spölinn fótgangandi. Ég fæ að súpa seyðið á því að hafa klára með miklum harðsperrum. Eftir kajak var stutt stopp í sundlauginni.
Rauðahúsið var næst heimsótt þar sem við fengum þriggjarétta máltíð sem til að drepa fyrir! Nautasteikin var snilld. Held samt að ég hafi verið sá eini sem vildi ekki fá kjötið mitt hálf hrátt og fékk ég að heyra það nokkrum sinnum að ég væri búinn að skemma kétið vegna ofeldunnar. Ég hélt nú ekki og át það með bestu lyst. Finnst það bara ekkert girnilegt að sjá blóðvökvann spýtast úr kjötinu og éta það hálf hrátt.
Njálsgatan var næsti áningarstaður þar sem drukkið var meira af áfengi, en þess má geta að það var enginn skortur á þeim bæ og var nóg fyrir alla. Stefan var svo tekin á miðbæinn þar sem eflaust margir hafa séð mig hlaupa niður Laugaveginn. Saga er á bak við það uppátæki, eða réttara sagt veðmál. María, aðstoðaverslunarstjóri vildi veðja, um hvor yrði fljótari að komast á Rex. Hún ásamt fleirrum tóku leigubíl á meðan ég fór á tveimur jafnfljótum. Að sjálfsögðu vann ég :) naumlega þó. Það sem ég hafði upp úr krafsinu voru tveir drykkir á barnum.
Nú.......svo tók við næturbrölt og var kominn undir fiður að ganga sex um morguninn.
Sem sagt.........ágætis helgi hjá mér
Takk fyir kaffið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.