Tæknilegir örðuleikar?

Á leið minni til vinnu í morgunn hafði ég stillt á Bylgjuna, sem er ekkert óvenjulegt þar sem það er stöðin sem ég hlusta mest á, allavega....

Nær undantekningalaust gengur allt vel fyrir sig á þessari stöð hvað varðar tæknilegu hliðina. Eitthvað hefur skolast til þar á tækniborðinu því oft var allt dautt. Þetta var svona alla leiðina til Reykjavíkur. Loks heyrðist svo rödd útvarpsmannsins sem að á að vera með þátt á laugardögum ásamt annarri konu, Svansí. Maðurinn virtist vera eitthvað stressaður því venjulega greinir maður það ekki hjá honum. Svansí virtist ekki vera á staðnum og finnst mér það mjög líklegt að tæknimanninn hafi einnig vantað. Eitt skiptið fannst mér sérstaklega fyndið þegar útvarpsmaðurinn var búinn að blaðra eitthvað upp úr Séð og heyrt sagði hann hátt og snjallt ,, og hérna er Uncle cracker með lagði fallow me!,, og viti menn, ekkert gerðist. Allt dautt.

 Svalt Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband