Þetta er klárlega kvöldmaturinn í kvöld

Ætlaði að rigga upp hérna eins og einni uppskrift en hugmyndaflugið tókst ekki á loft þannig að ég ákvað að sörfa netið og rakst á ansi ,,skemmtilega,, síðu matseld.is

Hef ákveðið að setja þessa inn.....

Það sem  þú þarft í þennan rétt er:

 

4 skarfabringur, topp eða dílaskarfur
( 4 eiga að nægja ef að meðlætið er rausnarlegt)

Marinering.
Steik og grillolía – Caj P.
Matarolía
Salt og pipar.

Sósan.

Lærin af skarfinum.
½ laukur
Hveiti eða sósujafnari.
Krydd

Sósan er nauðsynleg með þessu...

Brúnið lærin og laukinn í potti og hellið síðan vatni yfir. Sjóðið í ca. Hálftíma. Síið soðið, bragðbætið með súputening eða kryddi og þykkið

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

skarfabringur, topp eða dílaskarfur ..??

og þú hefur ekki borðað þorsk segirðu..???

Hefðir átt að kíkja í saltfisk til mömmu um daginn *slef*

Guðríður Pétursdóttir, 30.5.2007 kl. 13:03

2 Smámynd: Vignir

Ég hef reyndar ekki smakkað þetta.......er ekki viss um að ég vilja það............gæti samt alveg verið hin ágætasta máltíð.

Vignir, 30.5.2007 kl. 14:54

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Já...mér líst betur á saltfiskinn..hann var bara sælgæti..

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.5.2007 kl. 16:29

4 Smámynd: Vignir

Man ekki eftir að hafa fengið heimboð

Vignir, 30.5.2007 kl. 17:08

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég býð þér næst...það er loforð, finnst þér góður saltari með öllu???

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.5.2007 kl. 17:11

6 Smámynd: Vignir

Hef reyndar ekki bragðað saltfisk............tek það fram ég er ekki matvandur  En ég er til í allt nema skötu og æ þanna........þetta slepjulega............hvað heitir það nú aftur........já. gellur, hvorki nætursaltaðar eða ,,venjulegar,,

Vignir, 30.5.2007 kl. 18:16

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það er allt í lagi að borða gellur ef maður kroppar fiskinn innan úr slímkennda laginu. Ég gerði það um daginn og er þetta hið mesta lostæti þá. Ég reyndar þarf svona tíu sinnum stærri skammt en hinir af því ég ét ekki drulluslímleðjuna utaná gellunum

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.5.2007 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband