Hjón í ellinni...

Hver hefur ekki séð roskin hjón í kaupstaðarferð. Eru búin að hafa sig til og keyra dágóðan spöl frá býli sínu. Nær undantekningalaust er það bóndinn sem keyrir og húsfreyjan sem fylgir bónda sínum eins og skugginn.

Mér finnst það aðdáunarvert hvað sumt fólk tollir lengi saman. Í mörgum tilfellum skil ég ekki af hverju  þetta gamla fólk er að halda saman. Verð stundum var við það í mínu starfi þegar gömul hjón koma til mín er það yfirleitt karlinn sem að tala og ef að sú gamla vogar að segja eitthvað er hreytt í hana, ég skal sjá um þetta kerling, þú blaðara bara. Svo þegar viðskiptum okkar er lokið leiðast þau svo út og allt er gúddí.

En þegar kemur svo að því að þau geta ekki verið á heimili sínu og þurfa að fá pláss á þar til gerðu heimili vill það því miður oft verða þannig að þau fá ekki að eyða sínum síðustu tímum saman, hvort sem þau noti hann í tuð eða annað. Á Íslandi á þetta ekki að líðast finnst mér. Aldraðir fá ekki það sem þeir eiga skilið frá okkur því það eru jú þeir sem lögðu grunninn að okkar samfélagi. Ég vona að nýja ríkisstjórnin hætti að tala um hlutina og fari að framkvæma!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

veistu þetta er samt oftar en ekki akkúrat öfugt. Kallinn kúgaður niður í tær og kerlinginn fnussar yfir að hann geti aldrei gert neitt rétt...

En ég meina það er nú líka kannski skiljanlegt eftir kannski 40 ár að fólk hreyti í hvert annað.. Svo bara tíðkaðist það ekki hérna áður fyrr að fólk væri að skilja... Það er líka örugglega ennþá hugsunarhátturinn hjá mörgu eldra fólkinu...

Guðríður Pétursdóttir, 29.5.2007 kl. 11:45

2 Smámynd: Vignir

Já, nokkuð til í þessu hjá þér. Finnst alltaf jafn fyndið þegar ég sé svo ,,erjur,, hvort sem það er frá konunni eða kallinum og það er kannski skiljanlegt að fólk sem er komið á þennan aldur sé ekkert að fara að standa í því að skilja,  það er ekki beint auðvelt fyrir gamlan einstakling að starta nýju lífi........og hvað þá að verða allt í einu einstæð/ur

Vignir, 29.5.2007 kl. 13:55

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Tuð getur líka verið standard . Sumir venja sig á að tuða og tuða og er það þeirra eðlilegi samskiptamáti án þess að vera rifrildi.

Rúna Guðfinnsdóttir, 29.5.2007 kl. 14:55

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

take it from the expert

Guðríður Pétursdóttir, 29.5.2007 kl. 15:02

5 Smámynd: Vignir

Einhvern tíma sagðir þú Rúna að þú ætlaðir að vera eitthvað skrautlegt gamalmenni.........er það ekki rétt munað hjá mér, ætlaðir að láta hafa svolítið fyrir þér... :)

Vignir, 29.5.2007 kl. 22:55

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Jú svo sannarlega!!  En..ekki ertu að segja að það sé kominn tími á það nú þegar???  En heldur þú að það verði fjör á Dvalarheimilinu þegar sú gamla kemur kjagandi í göngugrind með Gabríelle á öxlinni. Það verður sko stuð.

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.5.2007 kl. 09:04

7 Smámynd: Vignir

Neinei..........þú átt mörg ár í það!

Og Gabríelle verður örugglega þér við hlið þegar þar að kemur.

Vignir, 30.5.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband