29.5.2007 | 10:07
Vinnuálag?
Heyrði í fréttunum á leið minni í vinnuna í morgunn að danskir hjúkrunarfræðingar eru farnir að drekka mun meira af áfengi sökum mikils vinnuálags. Nokkur sjúkrahús þar í landi eru farin að bjóð sínu starfsfólki að fara í meðferð. Þetta mikla vinnuálag má skýra vegna þess hve þörfin er mikil fyrir fleira starfsfólk í þessa stétt.
Þá spyr ég. Eru íslenskir hjúkrunarfræðingar á flæðiskeri staddir? Getum við treyst að þeir mæti með fulla einbeitingu og orku til vinnu? Eflaust gera flestir það en eins og alls staðar eru svartir sauðir inn á milli....
Athugasemdir
Allstaðar í öllum stéttum eru svartir sauðir inn á milli....
en það er auðvitað alvarlegra þegar það er fólk í umönnun og hjúkrun
Guðríður Pétursdóttir, 29.5.2007 kl. 10:28
aha.....hversu skemmtilegt væri það ef að maður væri rúmliggjandi og einn hjúkrunarfræðingur mundi kalla á eyjólf yfir mann!
Vignir, 29.5.2007 kl. 10:51
hahah segðu, eða hjúkka að taka blóð prufu.. ,, svona vertu kyrr þarna... *hikk*"
Guðríður Pétursdóttir, 29.5.2007 kl. 11:04
HAHAHA.......snilld
Vignir, 29.5.2007 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.