Þorskur?

Alveg frá því ég var lítill hef ég alltaf borðað fisk. Ég fór að pæla í því um daginn að Þorsk hef ég aldrei látið mér til munns. Ef mér förlast ekki er sú tegund hvað mest veidd. Hvernig stendur þá á því að ýsan er svona vinsæl? Ég hef bragðað á þó nokkrum fisktegundum og má þá nefna Karfa, Rauðsprettu, Lúðu, Skötu ofl. Er Þorskurinn kannski ekki upp á marga fiska hvað varðar bragð eða slíkt? Eða er hafa Íslendingar ekki lært að meta hann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vestfirðir

Mér var sagt að hérna áður fyrr var ýsan borðuð vegna þess að hún var ódýrari en þorskurinn.

Semsagt allur þorskur seldur og ýsan sett á borð okkar Íslendinga. Hagræðing í öllu sínu veldi.

En þetta var mér sagt, veit ekki hvort hárrétt sé :) 

Vestfirðir, 21.5.2007 kl. 10:44

2 Smámynd: Vignir

Ég gæti nú allveg keypt þessa skýringu.....einhver með betri?

Vignir, 21.5.2007 kl. 11:01

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hefurðu aldrei borðað saltfisk???? saltfiskur er yfirleitt alltaf þorskur, ég hef borðað bara nokkuð oft þorsk, saltann og ó saltann þannig að ég veit ekki svarið....??!

Guðríður Pétursdóttir, 21.5.2007 kl. 11:44

4 Smámynd: Vignir

Ég held að ég hafi ekki gerst svo frægur að leggja mér saltfisk til munns....

Vignir, 21.5.2007 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband