21.5.2007 | 10:21
Þorskur?
Alveg frá því ég var lítill hef ég alltaf borðað fisk. Ég fór að pæla í því um daginn að Þorsk hef ég aldrei látið mér til munns. Ef mér förlast ekki er sú tegund hvað mest veidd. Hvernig stendur þá á því að ýsan er svona vinsæl? Ég hef bragðað á þó nokkrum fisktegundum og má þá nefna Karfa, Rauðsprettu, Lúðu, Skötu ofl. Er Þorskurinn kannski ekki upp á marga fiska hvað varðar bragð eða slíkt? Eða er hafa Íslendingar ekki lært að meta hann?
Athugasemdir
Mér var sagt að hérna áður fyrr var ýsan borðuð vegna þess að hún var ódýrari en þorskurinn.
Semsagt allur þorskur seldur og ýsan sett á borð okkar Íslendinga. Hagræðing í öllu sínu veldi.
En þetta var mér sagt, veit ekki hvort hárrétt sé :)
Vestfirðir, 21.5.2007 kl. 10:44
Ég gæti nú allveg keypt þessa skýringu.....einhver með betri?
Vignir, 21.5.2007 kl. 11:01
hefurðu aldrei borðað saltfisk???? saltfiskur er yfirleitt alltaf þorskur, ég hef borðað bara nokkuð oft þorsk, saltann og ó saltann þannig að ég veit ekki svarið....??!
Guðríður Pétursdóttir, 21.5.2007 kl. 11:44
Ég held að ég hafi ekki gerst svo frægur að leggja mér saltfisk til munns....
Vignir, 21.5.2007 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.