20.5.2007 | 19:32
Herra og frú kartöfluhaus að rífast!
Talandi um gúrkutíð hjá íslenskum fjölmiðlum! Í útvarpinu í dag, þegar ég var á leið til vinnu, var hádegisfréttatíminn. Í honum var fjallað um hinn nýja forsætisráðherra Bretlands og hvernig hann ætlar að afla sér vinsælda með að taka til baka slatta af breska hernum.
Svo kom þessi frétt......Jóhannes (í Bónus) og Björn Bjarna, dóms og kirkjumálaráðherra eru víst svarnir óvinir þessa daganna. Hvers vegna veit ég ekki enda fylgdi það ekki sögunni. Það var meira að segja símaviðtal við Jóhannes og hann spurður hverju hann mundi svara ef að Björn mundi bjóða honum sættir!
Ef einhver veit hversvegna kastaðist í kekki á milli þessara manna væri fróðlegt að fá að vita það........
Ekki meira í bili.
Takk fyrir kaffið.
Athugasemdir
Björn er aðalgaurinn í þessu svo kallaða baugsmáli og vill helst koma Jóhannesi í fangelsi í gær, meira veit ég ei
Guðríður Pétursdóttir, 20.5.2007 kl. 20:00
Jóhannes lét birta í Mogganum "huge" augýsingu, alveg heilsíðu, þar sem hann hvatti menn til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en strika yfir nafn Björns Bjarnasonar vegna yfirgangs hans og frekju í framgangi Baugsmálsins
Rúna Guðfinnsdóttir, 20.5.2007 kl. 22:44
ok....það fór alveg framhjá mér.....hefur örugglega verið tímabilið þar sem bjó undir steininum
Vignir, 20.5.2007 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.