18.5.2007 | 20:39
Nákvæmar lýsingar
Djöfull var mikið að gera í dag, í vinnunni! Það er eins og fólk hafi aldrei komið inn í Símabúð á ævi sinni! Fólk var kaupa síma villivekk og ég hafði vart undan! Kosturinn við þetta allt saman var sá að dagurinn var frekar fljótur að líða. Mér finnst það kostulegt hvað fréttamenn geta gert mikinn mat úr smáfréttum. Eins og t.d. þegar Össur og Ingibjörg héldu hin alræmda fund sem varla hefur farið framhjá nokkrum manni, nema auðvita að hann búi undir steini, að þau ætluðu að fá leyfi hjá forsetanum. LEYFI, þetta hljómar svona eins og þegar lítið bara spyr foreldrana hvort þau megi gista hjá vini sínum! Hvað mundi svo gerast ef að Óli mundi segja nei? Hversu mikil niðurlæging væri það fyrir þessi pólitísku hjón!
Í fréttaflutninginum af fundinum var öllu líst í hörgul og tímasetningar hárnákvæmar t.d. Ingibjörg kom tveimur mínútum á undan Össuri..........! eða öfugt.......hver man.......Fundurinn stóð yfir í 30 mín og var þá nákvæmlega sagt hvað klukkan var þá, svo varla skeikaði sekúdunu! Þau geta prísað sig sæl með að fréttamennirnir höfðu ekki fylgst með þeim heima fyrir,rétt fyrir fundinn! Þá hefðu lýsingarnar geta verið á þennan veginn: Össu klóraði sér græðgislega í nefinu þegar hann fletti mogganum klukkan 13:09 á meðan hann saup 80 gráðu heita kaffið sitt! Ingibjörg var einkar djörf þegar hún kom út af baðherberginu, augljóslega nýbúin í sturtu, með silki slopp vafðan þétt um sig, hún sendi 1 sms, ekki er vitað hvað stóð í því........
Í alvöru..........er svona mikil gúrkutíð hjá pressunni? Ég bara spyr....
Athugasemdir
Ehhhm Vignir þetta eru sko Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde.
Sem forsætisráðherra varð Geir varð að biðjast lausnar hjá forseta Íslands fyrir ríkisstjórn sína því stjórnin féll. Eftir það þarf forsetinn að ákveða hverjum hann veitir umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Hann getur veitt formanni hvaða flokks sem er umboðið en eðlilegt þykir að formaður stærsta flokksins, í þessu tilfelli, Sjálfstæðisflokksins, fái þetta umboð.
Það er sko engin gúrkutíð að ríkisstjórn sem starfaði í 12 ár sé loksins fallin. Þetta eru úrslit alþingiskosninga og ekkert smámál. Enginn smáfundur, þetta er bara heljarinnar stórmál og mikið fréttaefni!
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 20.5.2007 kl. 22:49
Já, ef þú orðar þetta svona..........
Vignir, 21.5.2007 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.