Fólk og tuð

Alveg er það merkilegt með okkur Íslendinga hvað okkur finnst gaman að tuða og röfla yfir öllu hlutum. Við teljum okkur best í öllu og að aðrir eigi að taka okkur til fyrirmyndar. Vissulega eru Íslendingar framarlega í mörgum hlutum og bara gott um það að segja. Þar sem ég hef mikið unnið við þjónustustörf hef ég kynnst þessari þjóð okkar frekar vel. Tökum til dæmis dæmi í verslun. Einhver roskin húsmóðir arkar inn í Nóatún á þokkalegum miðvikudegi, veðrið er með besta móti og hún er með gesti heima.......ok.....nóg af þessu.......kemur inn í búð og fer að grænmetistorginu með það í huga að kaupa grænmeti. Hún er eitthvað að skoða þetta og sér svo loksins saklausan starfsmann. Konan gengur að starfsmanninum og fer að kvarta undan verði, segir að það sé allt of hátt! og bætir svo við setningunni sem ég elska ,,þetta er miklu ódýrara í Bónus,,. Nær undantekningalaust langar mig þá að skella í fésið á þeim þessari setningu ,,Þú kemur hérna inn, sjálfviljug, vitandi að Nóatún er með dýrari vörur og þá staðreynd að Bónus er búið að opna búð á Selfossi! og ferð svo að kvarta undan verði, afhverju ferðu þá ekki í Bónus?!?,, Reyndar getur ástæðan fyrir því að þessa kona ákvað að koma í Nóatún hafði verið að þessi ákveðna vara var ekki til hjá Bónusfeðgum............En mér er alveg sama......... Fólk sem kvartar svona kemur inn í búðina ákveðið í að kvarta og sjá hvað það kemst langt. Þetta er mín skoðun allavega... Megið láta í ykkur heyra hvað varðar þetta mál :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Úff já ég kannast vel við þetta! Mitt alræmda sumar í Nóatúni var mín fyrsta reynsla af þessu, þar sem ég, saklaus afgreiðsludrengur, var gerður að blóraböggli fyrir öllu því sem er að í heiminum í dag. Alveg óþolandi.

Guðfinnur Þorvaldsson, 17.5.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

já af því sem vinnaá kassa eru nefninlega ÁBYRG fyrir verðinu... Þú hefðir átt að segja ó já er það heyru af því að ég er augljóslega sá sem ræður öllu hérna og þá SÉRSTAKLEGA verðinu þá skulum við bara segja að þetta kosti 5 krónur og tíu aura eins og það var í gamladaga þegar þú varst ung........

Guðríður Pétursdóttir, 17.5.2007 kl. 19:27

3 Smámynd: Vignir

Fólk er bara allt of vant því að fá að skeita skapi sínu á afgreiðslufólk, af því að það kemst upp með það...Ég elska aulýsingarnar frá VR þar sem konan er búin að vera óhepin allan daginn og fer svo í búð og hraunar yfir afgreiðslumanninn. Brilliant. Ég held að margir hafi aðeins áttað sig á þessu og reint að hemja í sér helvítis frekjuna og gremjuna sem hefur verið að byggjast upp yfir daginn....

Það er mín skoðun

Vignir, 17.5.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband