Ég berst á fáki fráum.....

Á dauða mínum átti ég von en eftir langt langt hlé gerðist ég svo frægur að fara á hestbak. Fór með Ólöfu, Guðrúnu og Hörpu að Baugstöðum þar sem við völdum okkur hesta. Þetta var mjög skyndilega ákveðið og þar sem ég var alls ekki í réttu átfitti fékk ég lánuð viðeigandi föt fyrir útreiðar. Bikkjan sem mér var úthlutað heitir Öngull. Örugglega ágætis hross nema hvað hann er helvíti heimakær og mátti ég hafa mig allan við að halda honum við efnið. Á endanum hafði hann betur, hann vildi ekki fara lengra sama hvað ég reyndi og var hann farinn að skvettast allur um grund....og ekki mátti ég fara sömu leið til baka, ónei...við fórum meðfram fjörunni til baka sem var bara mjög fínt... Það eru örugglega 8 ár síðan ég fór síðast á bak! Í fyrstu fannst mér ég vera frekar valtur á hestinum, en svo lagaði ég mig til og allt varð betra. Veðrið hefði nú mátt vera betra, það var rigning. Reyndar var það bót að ekki var vindurinn með heldur féll regnið beint niður, sem getur verið ósköp notalegt.....Ætla að enda þessa færslu á viðeigandi hátt, njótið vel og hummið þetta lag, þvi það er gaman.

Ég berst á fáki fráum fram um veg.

Mót fjallahlíðum háum hleypi ég.

 Og golan kyssir kinn,

 og á harða, harðaspretti hendist áfram klárinn minn

 Það er sem fjöllin fljúgi móti mér,

sem kólfur loftið kljúfi klárinn fer,

og lund mín er svo létt,

 eins og gæti’ eg gjörvallt lífið geisað fram í einum sprett.

 Hve fjör í æðar færist fáknum með.

 Hve hjartað léttar hrærist, hlær vijð geð, að finna fjörtök stinn.

Þú ert mesti gæðagammur, góði Léttir, klárinn minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Örugglega gaman hjá þér. Það eru u.þ.b. 30 ár síðan ég fór fyrst og síðast á hestbak. Ég hef s.s. aðens einu sinni farið á bak

Rúna Guðfinnsdóttir, 17.5.2007 kl. 00:32

2 Smámynd: Vignir

Einhver ástæða sem fylgir því, slæmt bylta eða álíka? Eða sást strax að þetta var ekki þinn tebolli?

Vignir, 17.5.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband