13.5.2007 | 21:39
Sægreifinn
Fór í gær á mjög sérstakan veitingastað. Hann rétt við höfnina í Rvk og heitir Sægreifinn. Þetta er lítill staður með fullt af dóti sem brúkaður er til sjós. Netadræsur ofl. hanga í loftinu og stólarnir eru litlar síldatunnur með setu. Allt er þetta mjög kasjúal. Kynnti mér matseðilinn ekkert þar sem ég hafði ákveðið mig fyrirfram hvað ég mundi leggja mér til munns. Humarsúpa var fyrir valinu og heitari súpu hef ég skjaldan á ævi minni borðað. Ummerkin eru enn til staða, brennd tunga. Súpan rann annars ljúflega niður og bragðaðist mjög vel, þó svo að ég hefði kosið að hafa hana ögn þykkari, en góð var hún. Tók eftir því að það var slatti af útlendingum og það kom mér svolítið á óvart hvað það var mikið að gera þarna.
Svo gerði ég svolítið sem ég hef ekki gert í langan tíma......fór út á djammið. Draugabarinn varð fyrir valinu þar sem hljómsveitin Karma tryllti lýðinn með tónlist sinni. Verð nú að segja að ég skemmti mér bara mjög vel, jájá.... Fólk var almennt í góðum gír og ég varð ekki var við neina pústra eins og oft vill verða á mannmótum.
Athugasemdir
úú gaman hjá þér alltaf... Ég fer út á djammið eftir 2 vikur hérna í bænum með Mörthu... vááá´hvað er orðið langt síðan síðast.... úff púff, hlakka svoooo til
Guðríður Pétursdóttir, 13.5.2007 kl. 21:59
Ég man nú eftir fambdjamminu alræmda! Þar sem sumir voru , hva skulum við segja ,,lifandi,, :)
Vignir, 13.5.2007 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.