Cest la vie

 Vaknaði snemma í morgunn. Í uppsiglingu var bæjarferð og auðvita kosningarnar góðu. Dagurinn byrjaði þannig að ég og Guðrún fórum á toyotasöluna þar sem ég prufaði Mini. Mér finnst hann óðgeðslega flottur en það var eitthvað við hann sem náði ekki til mín...Nú..við fórum svo niður á Stokkseyri þar sem við sóttum Ólöfu og Ingólf. Fjögur fórum við svo í bæinn þar sem við stöldruðum á bílasölu og Guðrún keypti sér einn Golf, til hamingju með bílinn Guðrún Smile Þar sem ég er í bílahugleiðingum tók ég í einn mjög svo pimpaðann Mini cooper sem var með sjónvarpi og læti í og mesta spoilerkit sem að ég hef séð. Verðið var næstum 3 milljónir.

Einnig setti ég bílinn minn á söluskrá hjá Toyota. Það eru komnar myndir inn á netið af honum Smile þið getið skoðað þær hér, og fyri þá sem ekki vita er það Golf highline árg. 1999 Mér liggur samt ekkert á að selja hann, langar bara að sjá hvað kemur út úr þessu.

Hef þetta ekki lengur, ætla að halda áfram að horfa á Eurovision.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband