Kosningar...

Æ.........er komið að þeim aftur...........Ég verð nú að vera hreinskilinn og segja að áhugi minn á pólitík er mjög lítill. Mér finnst einhvernvegin eins og allir séu að herma eftir hvor örðum, allir lofa því sama! Þá spyr ég nú bara, hversvegna  eru allir þessir flokkar? Svarið við því er auðvelt........til að tryggja að mörg sjónarmið komist fram og ekki eru allir með sömu skoðanir á hlutum. Mér finnst það líka magnað þegar pólitíkusar eru að ,,rífast,, í fjölmiðlum, skjótandi hvorn á annan að þeir hafi ekki staðið við loforð sín fyrir fjórum árum. Að auki finnst mér þeir meiga taka sig á hvað varðar það að taka sífellt orðið af þeim sem er að tjá sig, alveg gjörsamlega óþolandi þegar einn fær ekki að segja sína skoðun án þessa að gripið sé frammí fyrir honum. Einnig finnst mér það pirrandi þegar flokkarnir eru að ,,monta,, sig af því sem að þeir hafa gert, staðið við. Í flestum tilfellum hefur vandinn ekki horfið heldur minnkað.......er það nóg...........átti hann ekki að hverfa á þessum fjórum árum? Tjah.......ég bara spyr. Með þessu hugafari ætla ég að ganga inn í kjörklefann og ákveða mig á staðnum hvað ég ætla að kjósa þ.e.a.s ef að það verður nokkuð. Ekkert að því að skila inn auðum seðli, því það er viss skoðun! Þá enda ég á þessari viðbjóðslegu klisju ,,Kjósið rétt,,

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Sannarlega er það rétt og mikil skoðun að skila auðu. Það eru skilaboð alveg eins og að krota X einhversstaðar. En..það er alltaf rosa stemming á kosningadag. 

Skál. 

Rúna Guðfinnsdóttir, 12.5.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband