12.5.2007 | 01:38
Frábær föstudagur!
Ég hef sjaldan upplifað eins skemmtilegan föstudag á ævi minni! Hann byrjaði þannig að ég vaknaði um 9. Ég var í bænum, og Guðrún líka. Þar sem veðrið var frábært ákváðum við að fara á rúntinn um Reykjavík. Það sem við gerðum í dag er eftirfarnandi: Fórum í Smáralind,þar sem ég keypti mér nýja diskinn hennar Bjarkar, sem er btw alger snilld, fór á tónleikana með henni og varð húkkd. Náði að láta Guðrúnu smakka sushi í fyrsta skipti, fórum í Iðuhúsið, því að Marú var ekki opið....og verður að segjast að Sushi var ekki tebollinn hennar Guðrúnar þó svo að hrái túnfiskurinn og laxinn hafi runnið vel í mig, ója...nú, Nauthólsvíkin var heimsótt og stöldruðum við þar í dágóðan tíma þó svo að það hafi ekki verið margt um manninn þar á bæ. Þræddum nær allar bílasölur bæjarins og ég prufaði besta bíl sem að ég hef á ævi minni keyrt,Volvo S80 með öllu tilheyrandi.. Sáum stóru brúðuna sem er á listahátíð Rvk, sem er mögnuð! Förum tvisvar sinnum niður Laugarveginn, með topplúguna opna og alla glugga.......fórum í Fríðu frænku, sem er einhver glannalegasta búð sem ég hef á ævi minni farið í, hún er á tveimur hæðum í mjög gömlu húsi og á efri hæðinni sá maður niður á neðri hæðin á milli fjalanna! Mjög traustvekjandi!
Sáum fullt af ,,listaverkum,, vísvegar um borgina, Prufuðum anna bíl, vw golf sem að Guðrún er mikið að spá í að kaupa. Þetta og margt fleira náðum við að gera í dag. Og það má með sanni segja að morgunn stund gefur gull í mund! Heir heir! Verst að maður gleymdi sundfatnaði því það var kjörið tækifæri að skella sér í sund í dag!
En samt.........Hvað er málið með Evrópu, afhverju komst ekki Eiki áfram?!? Furðulegt! Þrátt fyrir það ætla ég nú að horfa á aðal keppnina og styðja vel við bakið á Úkraínu! Mér finnst það vera svo mikið snilldarlag! Ég held að ég sé að verða einn af þeim sem er skítsama hvaða land/lag vinnur þessa keppni.............hvort það er gott eða slæmt veit ég ekki............
Athugasemdir
aldeilis duglegur þenna föstudag.... Ég tók aðeins til, tók á móti einhverjum drengjum sem eru að pæla í að kaupa þessa íbúð sem ég er að fara missa,fór á Stokkseyri, borðaði eina litla og hálfa sneið af pítsu (djöfull er pirrandi að þurfa aað passa sig en það eru samt 6 kg farin )
Svo kom ég Flóka niður, fór í tölvuna og svo að sofa,
Ég verð öflugri í dag, þurfum svo að fara að fambast, ég er orðin voða spennt og extra fimbulgáfuð þessa dagana
Guðríður Pétursdóttir, 12.5.2007 kl. 09:57
Já, er sammála með fambið! Fambið góða.
Vignir, 12.5.2007 kl. 10:04
Góður dagur hjá þér!
Ég var bara að vinna og sótti síðan þrennuna til Reykjavíkur. Þreif síðan í kringum Gabríelle og slakaði svo á.
Rúna Guðfinnsdóttir, 12.5.2007 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.