Ný mið

Svo virðist að allir eru að færa sig á milli bloggsvæða. Ég er búinn að vera með blogcentral og kunni vel við það sko.....en langar að prufa eitthvað nýtt og þetta kerfi virðist vera fínt.

Júróvisjon auðvita í kvöld með tilheyrandi gleðskap og látum. Vonum bara að Eiki nái að komast í topp 10! Nokk bjartsýnn á að það náist en þó er ómögulegt að spá fyrir um þetta allt saman því Evrópubúar eru með mjög mismunandi tónlistasmekk!

 Hef þessa færslu ekki lengri í bili og ætla að fara að bæta við vinum í gríð og erg! Smile


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Væri gaman ef hann Eiki kæmist gegnum niðurskurðinn, þá verður þetta skemmtilegra á laugardaginn. Hann er nú svo helsvalur karlinn að hann hlítur að ná þessu!

Guðfinnur Þorvaldsson, 10.5.2007 kl. 13:39

2 Smámynd: Vignir

Ég hef það alveg á tilfinningunni að hann komist áfram, þó svo að ég hafi alltaf verið bjartsýnn um fyrr skiptin er é x-tra bjartsýnn á þetta núna sérstaklega vegna þess að hann er svo ,,góður,, er ekki með neinn hroka og stjörnustæla og ég held að fólkið þarna út fíli hann.

Vignir, 10.5.2007 kl. 13:54

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Júró, ekkert jafnast á við Júró. Það er bara gleðskapur og teiti. Ef hann kemst áfram hann Eiki þá höfum við úr tveimur partýkvöldum að spila. VEIIIII Gangi þér vel að safna vinum Vignir!

Rúna Guðfinnsdóttir, 10.5.2007 kl. 17:47

4 Smámynd: Vignir

Takk Takk Rúna! ég mun gera mitt besta í að hamstra til mín hilli bloggverja! Og þú verður nú að vera með í næsta fambi. Ég mun mæta sterkur til leiks, nú þegar ég hef loks eignast mitt eigið eintak sem ég fékk á spottprís!

Vignir, 10.5.2007 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband