Smáauglýsing

Er með til sölu algeran gullmola! ég hef ekki hugmynd um hvaða tegund þetta er en hann hefur reynst mér afskaplega vel hingað til og ekki stigið feilpúst!.....eða þangað til fyrir skemmstu. Það er leiðinda brakhljóð í öllum hurðum og svo gossaði upp fúkkalykt úr skottinu. Dótið til að taka regndropana af rúðunni er að morkna í sundur, þarf sennilega að skipta um það. Útvarpið er í hálfgerðum lamasessi - spilar bara einhverja kanadíska rás, en sennilega er þetta bara stillingarvesen hjá mér. 

Þess má geta að bíllinn sjást í 3 sekúnudur í myndinni 79 af stöðinni. Sjálfur var ég ekki við stýrið heldur mágkona mín. Ef mig minnir rétt þá lánaði ég henni bílinn til að snattast í áfengis og tóbaksverslun ríkisins. Tindavodki er minn vodki og hann drekk ég alltaf á sunnudags eftirmiðdegi.

En aftur að bílnum. Ég hef dittað að honum að einhverju leiti- en bara með límbandi af sterkustu sort. Ég hef stundum trassað olíuskipti en það hefur aldrei liðið meira en 80.000 km á milli smurninga. Fróður maður sagði mér eitt sinn að þessir bílar hefðu verið hannaðir fyrir herinn og notaðir í njósnir. Ég get ómögulega kraflað mig frammúr því að setja inn mynd af þessum gullmola, hafði það af með herkjum að hripa þessu fátæklegu auglýsingu á veraldarvefinn.

Ef þú hefur áhuga þá getur þú nálgast mig bréfleiðis eða hitt mig í eigin persónu. Heimilisfang mitt er ,,eitthvað út í bláinn,, ,,2.hæð til vinstri,, bréfalúga merkt ,,molinn,,. óskir þú eftir að hitta mig þá er best að hitta mig í mjóddinni.

 

bestu kveðjur Snjólfur. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband