Smáauglýsingar


Lítið notaður tannbursti til sölu. Þetta er nú enginn venjulegur tannbursti skal ég ykkur segja. Enginn annar en Bob Dylan notaði hann þegar hann dvaldist á Íslandi hér um árið. Hér má sjá mynd að djásninu.
Colgate Toothbrush.jpg
Ég lagði mikið á mig til að fanga þennan dýrgrip og mun því ekki láta hann undir 10.000 kr. Ef þú hefur áhuga þá endilega hafðu samband með rafskeyti -   crazydylanfan(hjá)hotmail.com 
 
 
Auglýsi eftir leikurum í stuttmynd sem fer í töku eftir mánuð. Ég er að leita að mjög sterkum aðila sem er ófeiminn við að sleppa sér og láta eins og fífl. Viðkomandi má ekki vera hræddur við nekt, húsdýr, mjólkurafurðir, dansandi apa, stóra farsíma og liðuga asíska konu. Rétti aðilinn mun fá greitt í blíðu og 200 evrum. Hafir þú áhuga skaltu senda inn umsókn á netfangið vafasamamyndin(hjá)vafi.com
 
250 kg. einstaklingur óskar eftir heimilishjálp. Viðkomandi þarf að vera hraustur. Létt heimilisstörf og viðhald á heimili. Ekki skemmir fyrir er þú ert fyndinn og hafir mikinn áhuga á kotru. Aðeins áhugasamir sendir svar merkt  ,,Bangsalingur,,
 
Bóndi í Mývatnssveit óskar eftir að kaupa nuddborð, má vera notað. Lumir þú á slíku borði skaltu senda sms í númerið 888-nudd
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég býð 11K í tannburstann

árný (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband