23.1.2010 | 15:50
Hvar er klósettið í þessu húsi?
Það er einfalt, þú gengur nokkur skref inn þennan gang þangað til þú sérð feita dverginn
með sekkjapípuna (passaðu þig að hrósa honum)
ferð svo til hægri hjá fjólubláa pottablóminu
sem lýtur út eins og Elvis (muna að klappa laufblöðunum nokkrum sinnum),
gengur örlítið lengra þangað til þú sér stiga. Við stigann er sorgmæddur fílsungi (ekki reyna að hughreysta hann - haltu bara áfram)
Þegar þú ert kominn upp þá sérðu í enda gangsins græna hurð, ekki fara þar inn, það er gildra og þú
munt líklegast deyja ef þú opnar hana. Farið inn um svörtu hurðina með eldingamerkinu á og voila! þú ert kominn inn á klósettið.
Svar: veistu......ég held bara í mér......
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.